Fréttir um hnignun skoðanakannana stórlega ýktar Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 09:15 Skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 voru ekki óáreiðanlegri en almennt hefur verið frá 1972. Vísir/Getty Engin marktæk breyting varð á nákvæmni skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 frá því sem hefur verið undanfarna áratugi þrátt við mikla umræðu um hnignun þeirra eftir óvæntan sigur Donalds Trump. Íslenskur sérfræðingur telur fjölmiðla þurfa að standa sig betur í því hvernig þeir segja frá skoðanakönnunum. Skoðanakannanir bentu flestar til þess að Hillary Clinton hefði sigur á Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016. Fjölmiðlar og stór hluti kjósenda gekk að því sem nánast gefnum hlut að Clinton yrði þannig fyrsta konan til að gegna embætti forseta. Engu að síður var munurinn á milli þeirra í könnunum við eða innan skekkjumarka þeirra. Þegar leið á kosninganótt varð ljóst að framboð Clinton væri í miklum kröggum. Ríki þar sem hún hafði mælst með naumt forskot á Trump í könnunum féllu eitt af öðru í skaut repúblikanans. Trump stóð á endanum uppi sem óvæntur sigurvegari. Sigur Trump, ásamt Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi þar sem útganga úr Evrópusambandinu varð ofan á þrátt fyrir að kannanir hafi bent til naums sigurs aðildarsinna, varð tilefni töluverðrar gagnrýni á skoðanakannanir og naflaskoðunar könnunarfyrirtækja. Sumir stjórnmálaskýrendur afskrifuðu kannanir og franska blaðið Le Parisien gekk svo langt að hætta að fjalla um skoðanakannanir í aðdraganda forsetakosninganna þar vorið 2017. Kannanir hvorki jafn góðar né slæmar og fjölmiðlar töldu Þrátt fyrir háværa umræðu um hrakandi nákvæmni kannanna leiðir úttekt fréttasíðunnar Five Thirty Eight, sem leggur áherslu á tölfræði- og gagnamiðaðar fréttir, í ljós að nákvæmni skoðanakannana sem voru gerðar síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi verið við meðaltal frá 1972. Meðalskekkjan í skoðanakönnunum síðasta 21 daginn fyrir forsetakosningarnar var 4,8 prósentustig. Það er nokkuð meira en árið 2000 þegar skekkjan var 4,4 stig og umtalsvert skakkara en fyrir kosningarnar árin 2004, 2008 og 2012 þegar hún var á bilinu 3,2-3,6 stig. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifar að ástæðan hafi fyrst og fremst verið sú að kannanir fyrir síðustu þrennar kosningarnar á undan hafi verið óvenjunákvæmar. Meðalskekkjan frá 1972 sé hins vegar 4,6 stig. Í þeim samanburði var nákvæmni kannana árið 2016 við meðaltal. „Kannanir voru aldrei eins góðar og fjölmiðlar gerðu ráð fyrir að þær væru fyrir 2016 og þær eru ekki nærri því eins slæmar og fjölmiðlar virðast halda að þær séu núna. Í raunveruleikanum hefur ekki mikið breyst,“ skrifar Silver. Vandamálið var því ekki skoðanakannanirnar heldur að fjölmiðlar og kjósendur gerðu sér ekki grein fyrir óvissunni sem fólst í niðurstöðum þeirra. Vefsíða Silver benti á fyrir kosningarnar að þrátt fyrir forskot Clinton í könnunum væri Trump aðeins hefðbundnu fráviki frá því að sigra. Sú varð svo raunin. Baldur Héðinsson hefur unnið kosningaspár á Íslandi sem svipar til þeirra sem Five Thirty Eight gerir í Bandaríkjunum. Horft fram hjá frávikinu Baldur Héðinsson, stærðfræðingur sem hefur unnið kosningaspár fyrir Kjarnann, segir að þegar kannanir eru skoðaðar þurfi alltaf að hafa í huga sögulegt frávik þeirra. Ástæðan fyrir því að skoðanakannanir fengu svo mikla athygli eftir Brexit og sigur Trump sé sú að í þeim tilfellum hafi frávikið breytt sigurvegara kosninganna. Úrslit kosninga séu yfirleitt eitthvað frá könnunum en oft þýði frávikið að sá sem er talinn líklegri til að vinna hafi sigur með meira eða minna afgerandi hætti en kannanir bentu til. „Þegar Trump vann þá varð frávikið í hina áttina þar sem allir héldu að Clinton væri að fara að vinna en svo vann Trump. Frávikið var samt ekkert meira en það hafði verið sögulega,“ segir Baldur. Sama var uppi á teningnum í Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit. Til samanburðar nefnir Baldur forsetakosningarnar í Frakklandi í fyrra. Þar spáðu kannanir Emmanuel Macron sigri með um 22 prósentustiga mun yfir Marine Le Pen. Á endanum sigraði Macron hins vegar með 32 prósentustiga mun. „Þá náttúrulega talar enginn um frávikið sem átti sér stað þó að það hafi í raun verið stærra en í hinum tveimur kosningunum. Þá var frávikið í þá átt að það var ekki óvænt,“ segir hann. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, gaf nýlega bandarískum könnunarfyrirtæki einkunnir eftir frammistöðu þeirra í kosningum frá 2016.Vísir/Getty Reynir að gera grein fyrir óvissu með kosningaspá Baldur telur mikilvægt að fjölmiðlar geri skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og fjalli um þær. Stundum hafi þeir hins vegar gengið of langt í að túlka niðurstöður einstakra kannana og líta fram hjá óvissunni sem í þeim felst. Þegar íslenskir fjölmiðlar birta kannanir og úthluta sætum á þingi eða sveitarstjórnum út frá þeim sé óvissan í þeim hunsuð. Þá séu flokkar og frambjóðendur gjarnir á að einblína á niðurstöður einstakra kannana, ekki síst ef þær sýna verulegar breytingar á fylgi flokka. AP-fréttastofan brást við umræðu um skoðanakannanir og umfjöllun fjölmiðla um þær með því að gefa út nýjar leiðbeiningar fyrir fréttamenn sína í vor. Þar er lagt til að einstakar skoðanakannanir verði ekki sérstakt fréttaefni eða meginumfjöllunarefni frétta. Kosningaspáin sem Baldur hefur unnið í samstarfi við Kjarnann fyrir undanfarnar kosningar á Íslandi er tilraun til að gera grein fyrir óvissu í könnunum og hjálpa kjósendum að túlka hana. Spáin byggir á meðaltali skoðanakannana sem er svo vegið og metið út frá ýmsum þáttum. „Þessi óvissa er alltaf til staðar. Það sem skiptir máli er að átta sig á henni, ekki bara að sýna fram á hver lokaniðurstaðan verður,“ segir Baldur. Brexit Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Engin marktæk breyting varð á nákvæmni skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 frá því sem hefur verið undanfarna áratugi þrátt við mikla umræðu um hnignun þeirra eftir óvæntan sigur Donalds Trump. Íslenskur sérfræðingur telur fjölmiðla þurfa að standa sig betur í því hvernig þeir segja frá skoðanakönnunum. Skoðanakannanir bentu flestar til þess að Hillary Clinton hefði sigur á Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016. Fjölmiðlar og stór hluti kjósenda gekk að því sem nánast gefnum hlut að Clinton yrði þannig fyrsta konan til að gegna embætti forseta. Engu að síður var munurinn á milli þeirra í könnunum við eða innan skekkjumarka þeirra. Þegar leið á kosninganótt varð ljóst að framboð Clinton væri í miklum kröggum. Ríki þar sem hún hafði mælst með naumt forskot á Trump í könnunum féllu eitt af öðru í skaut repúblikanans. Trump stóð á endanum uppi sem óvæntur sigurvegari. Sigur Trump, ásamt Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi þar sem útganga úr Evrópusambandinu varð ofan á þrátt fyrir að kannanir hafi bent til naums sigurs aðildarsinna, varð tilefni töluverðrar gagnrýni á skoðanakannanir og naflaskoðunar könnunarfyrirtækja. Sumir stjórnmálaskýrendur afskrifuðu kannanir og franska blaðið Le Parisien gekk svo langt að hætta að fjalla um skoðanakannanir í aðdraganda forsetakosninganna þar vorið 2017. Kannanir hvorki jafn góðar né slæmar og fjölmiðlar töldu Þrátt fyrir háværa umræðu um hrakandi nákvæmni kannanna leiðir úttekt fréttasíðunnar Five Thirty Eight, sem leggur áherslu á tölfræði- og gagnamiðaðar fréttir, í ljós að nákvæmni skoðanakannana sem voru gerðar síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 hafi verið við meðaltal frá 1972. Meðalskekkjan í skoðanakönnunum síðasta 21 daginn fyrir forsetakosningarnar var 4,8 prósentustig. Það er nokkuð meira en árið 2000 þegar skekkjan var 4,4 stig og umtalsvert skakkara en fyrir kosningarnar árin 2004, 2008 og 2012 þegar hún var á bilinu 3,2-3,6 stig. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, skrifar að ástæðan hafi fyrst og fremst verið sú að kannanir fyrir síðustu þrennar kosningarnar á undan hafi verið óvenjunákvæmar. Meðalskekkjan frá 1972 sé hins vegar 4,6 stig. Í þeim samanburði var nákvæmni kannana árið 2016 við meðaltal. „Kannanir voru aldrei eins góðar og fjölmiðlar gerðu ráð fyrir að þær væru fyrir 2016 og þær eru ekki nærri því eins slæmar og fjölmiðlar virðast halda að þær séu núna. Í raunveruleikanum hefur ekki mikið breyst,“ skrifar Silver. Vandamálið var því ekki skoðanakannanirnar heldur að fjölmiðlar og kjósendur gerðu sér ekki grein fyrir óvissunni sem fólst í niðurstöðum þeirra. Vefsíða Silver benti á fyrir kosningarnar að þrátt fyrir forskot Clinton í könnunum væri Trump aðeins hefðbundnu fráviki frá því að sigra. Sú varð svo raunin. Baldur Héðinsson hefur unnið kosningaspár á Íslandi sem svipar til þeirra sem Five Thirty Eight gerir í Bandaríkjunum. Horft fram hjá frávikinu Baldur Héðinsson, stærðfræðingur sem hefur unnið kosningaspár fyrir Kjarnann, segir að þegar kannanir eru skoðaðar þurfi alltaf að hafa í huga sögulegt frávik þeirra. Ástæðan fyrir því að skoðanakannanir fengu svo mikla athygli eftir Brexit og sigur Trump sé sú að í þeim tilfellum hafi frávikið breytt sigurvegara kosninganna. Úrslit kosninga séu yfirleitt eitthvað frá könnunum en oft þýði frávikið að sá sem er talinn líklegri til að vinna hafi sigur með meira eða minna afgerandi hætti en kannanir bentu til. „Þegar Trump vann þá varð frávikið í hina áttina þar sem allir héldu að Clinton væri að fara að vinna en svo vann Trump. Frávikið var samt ekkert meira en það hafði verið sögulega,“ segir Baldur. Sama var uppi á teningnum í Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit. Til samanburðar nefnir Baldur forsetakosningarnar í Frakklandi í fyrra. Þar spáðu kannanir Emmanuel Macron sigri með um 22 prósentustiga mun yfir Marine Le Pen. Á endanum sigraði Macron hins vegar með 32 prósentustiga mun. „Þá náttúrulega talar enginn um frávikið sem átti sér stað þó að það hafi í raun verið stærra en í hinum tveimur kosningunum. Þá var frávikið í þá átt að það var ekki óvænt,“ segir hann. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, gaf nýlega bandarískum könnunarfyrirtæki einkunnir eftir frammistöðu þeirra í kosningum frá 2016.Vísir/Getty Reynir að gera grein fyrir óvissu með kosningaspá Baldur telur mikilvægt að fjölmiðlar geri skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og fjalli um þær. Stundum hafi þeir hins vegar gengið of langt í að túlka niðurstöður einstakra kannana og líta fram hjá óvissunni sem í þeim felst. Þegar íslenskir fjölmiðlar birta kannanir og úthluta sætum á þingi eða sveitarstjórnum út frá þeim sé óvissan í þeim hunsuð. Þá séu flokkar og frambjóðendur gjarnir á að einblína á niðurstöður einstakra kannana, ekki síst ef þær sýna verulegar breytingar á fylgi flokka. AP-fréttastofan brást við umræðu um skoðanakannanir og umfjöllun fjölmiðla um þær með því að gefa út nýjar leiðbeiningar fyrir fréttamenn sína í vor. Þar er lagt til að einstakar skoðanakannanir verði ekki sérstakt fréttaefni eða meginumfjöllunarefni frétta. Kosningaspáin sem Baldur hefur unnið í samstarfi við Kjarnann fyrir undanfarnar kosningar á Íslandi er tilraun til að gera grein fyrir óvissu í könnunum og hjálpa kjósendum að túlka hana. Spáin byggir á meðaltali skoðanakannana sem er svo vegið og metið út frá ýmsum þáttum. „Þessi óvissa er alltaf til staðar. Það sem skiptir máli er að átta sig á henni, ekki bara að sýna fram á hver lokaniðurstaðan verður,“ segir Baldur.
Brexit Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira