Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:00 Titringur er vegna myndlistar sem inniheldur nekt. VÍSIR/ANTON BRINK Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Innan Seðlabanka Íslands er nú til skoðunar með hvaða hætti skuli bregðast við kvörtun starfsmanns um að nektarmálverk sem prýða veggi bankans séu ósæmileg og beri að fjarlægja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið vakið nokkurn usla innan bankans þar sem skiptar skoðanir eru á réttmæti kvörtunarinnar. Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkuð safn klassískra myndlistarverka eftir, meðal annars, marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði starfsmaður bankans alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli. Sú vinna stendur enn og liggja örlög nektarverka hinna gömlu meistara innan veggja Seðlabanka Íslands ekki fyrir.Hilmar Einarsson. vísir/GVA„Það er til umræðu innan bankans hvar málverkum af þessu tagi eftir gömlu meistarana á borð við Gunnlaug Blöndal verður best fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, aðspurður um málið en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það þar sem um starfsmannamál væri að ræða. Einn helsti listspekúlant landsins, Hilmar Einarsson í Morkinskinnu, segir aðspurður að sér hugnist þessi vegferð Seðlabankans illa. Vissulega geti fólk haft skoðun á því hvað sé góð og slæm myndlist en þegar umræðan, í þessu tilfelli #metoo, snúist um að ritskoða listina sé farið yfir strikið. „Nei, þetta kemur ekki til mála að mínu mati. Mér finnst þetta út úr kortinu, því hvar á þetta að enda? Hvar eigum við þá að draga mörkin? Við yrðum þá bara að elta uppi alla listasöguna eins og hún leggur sig ef þú ætlar inn á þessi svæði,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að myndir Gunnlaugs, sérstaklega þær sem skilgreindar eru frá Parísartímabili listamannsins, séu afar eftirsóttar og flottar.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira