„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:08 Lilja Rafney Magnúsdóttir er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney. Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00