Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Sylvía Hall skrifar 4. júní 2018 20:44 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir ríkisstjórnina vera svar við ákalli þjóðarinnar um pólitískan stöðugleika. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.” Alþingi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.”
Alþingi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira