Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:15 Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“ Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent