Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 12:47 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. Vísir/Arnþór/Anton Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ætlar að blása til fundar í dag og ræða málin við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en bæjarfulltrúar flokksins hafa ekki verið sammála um það hvort flokkurinn eigi að halda áfram í meirihlutasamstarfi með Bjartri framtíð/Viðreisn eða hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur því hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með Theodóru. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan samstarfsflokks síns því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni.AðsentÁrmann segir, í samtali við Vísi, að hann hefði viljað starfa áfram með BF Viðreisn. „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ segir Ármann sem bætir við að þrátt fyrir það þá sé meirihluti bæjarfulltrúa ekki sammála því. Í gærkvöldi sendu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal, frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir fullu trausti til Ármanns, hann hafi óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka. Þó lýsa þremenningarnir yfir efasemdum við áframhaldandi samstarf við BF Viðreisn. Forsendur samstarfsins hefðu breyst. Sjá nánar: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Spurður hver hans viðbrögð séu við þeim orðum sem Theodóra lét falla um helgina svarar Ármann: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru og hef ekki undan neinu að kvarta.“ Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla sem fyrr segir að hittast í dag og ræða málin. Ármann segist ekki þora að fullyrða neitt um það hvenær niðurstöðu sé að vænta en telur óhætt segja að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í kosningunum.Ekki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar. Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ætlar að blása til fundar í dag og ræða málin við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en bæjarfulltrúar flokksins hafa ekki verið sammála um það hvort flokkurinn eigi að halda áfram í meirihlutasamstarfi með Bjartri framtíð/Viðreisn eða hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti BF Viðreisnar, greindi frá því á Sprengisandi í gær að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi væri í vanda staddur því hluti bæjarfulltrúa hefðu viðrað þá skoðun sína að þeir vildu ekki starfa áfram með Theodóru. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessar vendingar innan samstarfsflokks síns því mikil ánægja hafi verið með fráfarandi meirihluta í bænum en hún sagði jafnframt að áframhaldandi samstarf meirihlutans hefðu verið skilaboð kjósenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Allt í einu snýst þetta bara um einhverjar persónur, sem mér finnst mjög dapurlegt að heyra og upplifa.“ Theodóra segir að málið snúist meðal annars um skemmtiferð bæjarfulltrúa en henni fannst eðlilegt að kjörnir bæjarfulltrúar greiddu fyrir sig sjálfir. Margrét Friðriksdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk, hafi ekki tekið undir það sjónarmið. „Ég upplifi þetta þannig að gamla pólitíkin er að rísa upp eins og gufustrókur hérna í Kópavogi,“ sagði Theodóra jafnframt í Sprengisandi. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í KópavogiTheodóra S. Þorsteinsdóttir segir að deilan snúist meira um manneskjur en málefni.AðsentÁrmann segir, í samtali við Vísi, að hann hefði viljað starfa áfram með BF Viðreisn. „Mín skoðun er sú að við ættum að setjast niður og fara yfir málin og ræða áframhaldandi samstarf,“ segir Ármann sem bætir við að þrátt fyrir það þá sé meirihluti bæjarfulltrúa ekki sammála því. Í gærkvöldi sendu þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal, frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir fullu trausti til Ármanns, hann hafi óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka. Þó lýsa þremenningarnir yfir efasemdum við áframhaldandi samstarf við BF Viðreisn. Forsendur samstarfsins hefðu breyst. Sjá nánar: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Spurður hver hans viðbrögð séu við þeim orðum sem Theodóra lét falla um helgina svarar Ármann: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru og hef ekki undan neinu að kvarta.“ Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla sem fyrr segir að hittast í dag og ræða málin. Ármann segist ekki þora að fullyrða neitt um það hvenær niðurstöðu sé að vænta en telur óhætt segja að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í kosningunum.Ekki náðist í Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Guðmund Gísla Geirdal, Margréti Friðriksdóttur og Birki Jón Jónsson við gerð fréttarinnar.
Tengdar fréttir Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00 Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Grafarþögn í Kópavogi Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra. 1. júní 2018 20:00
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent