Skoðun

Ís­lendingar og ís­birnir

Árni Stefán Árnason skrifar
Það er gaman að fylgjast með tíðindum af ísbirninum á Svalbarða. Það er svakalega dapurt að fylgjast með afdrifum ísbjarna, sem eru svo óheppnir að villast til Íslands. 

Sýslumaðurinn á Svalbarða segir: hyggst bíða átekta til morguns áður en hann ákveður hvað til bragðs skuli taka. Tveir möguleikar eru líklegastir í stöðunni, segir hann á Facebook. Reyna megi að hræða björninn aftur með þyrlunni og stökkva honum þannig á flótta öðru sinni. Hin leiðin sé að skjóta í hann deyfilyfi og flytja hann langt í burt frá hótelinu með þyrlu.

Þá segir Terje Carlsen talsmaður sýslumannsembættisins á Svalbarða: ,,Þetta eru auðvitað heimkynni ísbjarnararins og það gerist alltaf öðru hvoru að ísbirnir koma nálægt mannabústöðum. En svo ég snúi þessu nú við þá held ég að megi segja að það séu við manneskjurnar, sem erum komin nálægt ísbjörnunum,“  - heimild RÚV

Á Íslandi, viðvaningsháttalandinu fræga í dýravernd, taka menn upp skotvopn og eyða lífa þessara tignarlegu dýra. Ekki nokkur maður í opinberri stöðu, hingað til, sem hefur valheimildir að lögum, í málum af þessu tagi þorir,  að taka málstað ísbjarna, sem hingað villast. Umhverfisráðherrar, hverju sinni, ráða þar mestu um. Engin þeirra,  til þessa,  hafa sýnt villtu dýralífi nokkra samúð. Engin þeirra! Leyfðar eru veiðar á fuglum, leyfilegt er að fanga minka með grimmilegum aðferðum. Fátt eitt er talið. Jú. Hreindýrskýr með ungviði með sér á spena má fella.

Auðvitað er þó eftirtektarverðast hvað yfirdýralæknir, sá er svarið hefur eið um að vernda líf dýra, er handónýtur. Aldrei, aldrei, aldreiiii kemur frumkvæði af hans hálfu af nokkru dagi í  framsæknum álitamálum í dýravernd. Hann hvorki þorir né getur. Sama á við um svokallað Dýraverndarsamband Íslands, jafn handónýtt í dýravernd og yfirdýralæknir.
 
Megi íslenskri dýravernd fara verulega fram.



Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×