Glanstímaritið ráðleggur því lesendum sínum að halda til Íslands vilji þeir sanka að sér „lækum“ á samfélagsmiðlum. Að mati blaðsins eru það fimm myndefni sem lesendur ættu helst að reyna að fanga vilji þeir fara á flug á Instgram: Norðurljósin, Bláa lónið, Skaftafell, Vatnajökulsþjóðgarð og svartar strendur Suðurlands.
Í umfjöllun blaðsins er hvert og eitt myndefni útskýrt og tekin dæmi af fallegum Instragram-myndum. Þannig sé til að mynda mikilvægt að koma sér út fyrir bæjarmörkin vilji lesendur ná mynd af norðurljósunum og hafi þeir áhuga á íshellakönnun ættu þeir að koma að vetrarlagi.
Hér má nálgast umfjöllun blaðsins og að neðan má sjá nokkrar myndir sem Cosmopolitan þykir til marks um samfélagsmiðlafegurð landsins.




