Góð byrjun Selfyssinga tryggði þeim 2-1 sigur á Víking Ólafsvík í Inkasso deildinni í dag en með sigrinum komst Selfoss í sjö stig.
Það voru þó gestirnir sem að virkuðu sprækari fyrstu fimm mínúturnar og pressuðu lið Selfossar mjög vel og áttu nokkur skot að marki.
Á 6. mínútu náðu Selfyssingar hinsvegar að komast yfir miðju í fyrsta sinn í leiknum en þá átti Þorsteinn Daníel flottan sprett upp hægri kanntinn og gaf frábæran bolta inná teig þar sem Ivan Gutierrez var mættur og setti boltann í netið.
Selfyssingar héldu áfram að sækja og tóku langt innkast á 37. mínútu sem olli usla í teig Víkinga. Ondo bjargaði á línu áður en boltinn barst til Inga Rafns Ingibergssonar sem að setti boltann í netið og kom sínu liði í 2-0 forystu og þannig var staðan í hálfleik.
Gestirnir gerðu nokkrar breytingar í byrjun seinni hálfleiksins sem að áttu eftir að skila sér en Sasha Litwin var einn af þeim leikmönnum sem kom inná. Hann átti frábæra sendingu á Gonzalo Zamorano á 62. mínútu sem skoraði framhjá Stefáni Loga í markinu.
Nær komust Víkingar þó ekki og því hirtu Selfyssingar stigin þrjú og eru því komnir í sjö stig í sjöunda sæti deildarinnar. Víkingar eru með jafnmörg stig í fimmta sæti deildarinnar og með betri markatölu.
Selfoss með sigur á Ejub og lærisveinum hans
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti

Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



