Nýr bæjarstjóri í Eyjum: „Við áttum kannski ekki von á þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 15:05 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/einar árnason Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45