Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 12:32 Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gerir ráð fyrir ákveðinni eðlisbreytingu í stjórnmálunum á Akureyri á næsta kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefði frekar viljað sjá sterkari meirihluta verða að veruleika sem samanstæði af Framsóknarflokki, L-lista og Sjálfstæðisflokki heldur en þeim meirihluta sem tilkynntu í gærkvöldi að hefðu gert með sér samning um samstarf. Þá hefði Gunnar jafnframt vilja skoða þann möguleika að mynda stjórn með öllum flokkum – sá möguleiki hafi komið til tals í óformlegum þreifingum flokkanna fyrstu dagana eftir sveitarstjórnarkosningar. Hann gerir ráð fyrir aukinni hörku í stjórnmálunum á Akureyri á komandi kjörtímabili. Sjá nánar: L-listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Í samtali við Vísi segir Gunnar að það hafi komið til tals stuttu eftir kosningar að mynda meirihlutastjórn skipaða bæjarfulltrúum frá öllum flokkum. Það hafi verið að frumkvæði L-listans sem þessi hugmynd hafi verið rædd en flokkurinn hafi í kjölfarið ekki fylgt málinu eftir að sögn Gunnars. „Það hefði bara verið mjög fróðleg og skemmtileg tilraun til þess að nálgast pólitíkina með öðrum hætti en að skipta alltaf upp í lið og við vorum alveg tilbúin að skoða það. Því var borið við að Framsókn og Samfylking hefðu ekki verið tilbúin til þess. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það hafi ekki verið vegna þess að þau voru komin að borðinu og talið sig hafa meira út úr því,“ segir Gunnar. Á undanförnum árum hafa samræðustjórnmál verið einkennandi fyrir stjórnmálin á Akureyri og hafa bæjarfulltrúar nálgast málin með málefnalegum hætti og af virðingu gagnvart andstæðum sjónarmiðum. „Við náttúrulega lögðum mikla áherslu á það á síðasta kjörtímabili að stunda samræðupólitík þannig að við vorum tilbúin að láta á það reyna að vinna mikið sem hópur. Í nefndum og ráðum sátu menn og töluðu sig niður á niðurstöðu og allir lögðu eitthvað í púkkið. Á grundvelli þess gerðum við okkur vonir um að við yrðum með í einhvers konar viðræðum en eins og staðan er núna er hluti hópsins búinn að taka sig saman og mynda lið. Það er ekki hægt að túlka það neitt öðruvísi en að við séum þá bara eitthvað annað lið í minnihlutanum,“ segir Gunnar sem bætir við að hann sjái fyrir sér að einhver breyting verði á þessu fyrirkomulagi á næsta kjörtímabili:Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/Gvendur„Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til.“ Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokki hefði ekki verið boðið til viðræðna vegna andstæðra sjónarmiða flokkanna svarar Gunnar neitandi. „Nei, ég get nú ekki séð að það hafi verið málið vegna þess að við vorum nú búin að eiga samtal við aðila. Þegar þú berð saman stefnuskrárnar þá er kannski það eina sem bar þarna verulega á milli var þetta með bæjarstjórann en við vorum löngu búin að gefa það út að það myndi aldrei stranda á því og þar af leiðandi getur maður ekki sagt að það hafi verið málefnin voru þarna aðalatriðið, það hlýtur að hafa þá verið eitthvað annað sem ég hef ekki fengið neinn botn í.“ Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga talaði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því að þeim hugnaðist best að flokksleiðtogi yrði bæjarstjóri en það er til höfuðs ríkjandi sjónarmiðum hinna flokkanna sem vilja ráða ópólitískan bæjarstjóra eins og verið hefur. Gunnar segist þó hafa látið það boð ganga út að þetta væri ekki krafa sem myndi standa í vegi fyrir samstarfi. „Það er af og frá að nefna þetta í þessu samhengi og alveg út í bláinn. Það vissu hinir flokksleiðtogarnir alveg upp á hár.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefði frekar viljað sjá sterkari meirihluta verða að veruleika sem samanstæði af Framsóknarflokki, L-lista og Sjálfstæðisflokki heldur en þeim meirihluta sem tilkynntu í gærkvöldi að hefðu gert með sér samning um samstarf. Þá hefði Gunnar jafnframt vilja skoða þann möguleika að mynda stjórn með öllum flokkum – sá möguleiki hafi komið til tals í óformlegum þreifingum flokkanna fyrstu dagana eftir sveitarstjórnarkosningar. Hann gerir ráð fyrir aukinni hörku í stjórnmálunum á Akureyri á komandi kjörtímabili. Sjá nánar: L-listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Í samtali við Vísi segir Gunnar að það hafi komið til tals stuttu eftir kosningar að mynda meirihlutastjórn skipaða bæjarfulltrúum frá öllum flokkum. Það hafi verið að frumkvæði L-listans sem þessi hugmynd hafi verið rædd en flokkurinn hafi í kjölfarið ekki fylgt málinu eftir að sögn Gunnars. „Það hefði bara verið mjög fróðleg og skemmtileg tilraun til þess að nálgast pólitíkina með öðrum hætti en að skipta alltaf upp í lið og við vorum alveg tilbúin að skoða það. Því var borið við að Framsókn og Samfylking hefðu ekki verið tilbúin til þess. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það hafi ekki verið vegna þess að þau voru komin að borðinu og talið sig hafa meira út úr því,“ segir Gunnar. Á undanförnum árum hafa samræðustjórnmál verið einkennandi fyrir stjórnmálin á Akureyri og hafa bæjarfulltrúar nálgast málin með málefnalegum hætti og af virðingu gagnvart andstæðum sjónarmiðum. „Við náttúrulega lögðum mikla áherslu á það á síðasta kjörtímabili að stunda samræðupólitík þannig að við vorum tilbúin að láta á það reyna að vinna mikið sem hópur. Í nefndum og ráðum sátu menn og töluðu sig niður á niðurstöðu og allir lögðu eitthvað í púkkið. Á grundvelli þess gerðum við okkur vonir um að við yrðum með í einhvers konar viðræðum en eins og staðan er núna er hluti hópsins búinn að taka sig saman og mynda lið. Það er ekki hægt að túlka það neitt öðruvísi en að við séum þá bara eitthvað annað lið í minnihlutanum,“ segir Gunnar sem bætir við að hann sjái fyrir sér að einhver breyting verði á þessu fyrirkomulagi á næsta kjörtímabili:Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/Gvendur„Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til.“ Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokki hefði ekki verið boðið til viðræðna vegna andstæðra sjónarmiða flokkanna svarar Gunnar neitandi. „Nei, ég get nú ekki séð að það hafi verið málið vegna þess að við vorum nú búin að eiga samtal við aðila. Þegar þú berð saman stefnuskrárnar þá er kannski það eina sem bar þarna verulega á milli var þetta með bæjarstjórann en við vorum löngu búin að gefa það út að það myndi aldrei stranda á því og þar af leiðandi getur maður ekki sagt að það hafi verið málefnin voru þarna aðalatriðið, það hlýtur að hafa þá verið eitthvað annað sem ég hef ekki fengið neinn botn í.“ Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga talaði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því að þeim hugnaðist best að flokksleiðtogi yrði bæjarstjóri en það er til höfuðs ríkjandi sjónarmiðum hinna flokkanna sem vilja ráða ópólitískan bæjarstjóra eins og verið hefur. Gunnar segist þó hafa látið það boð ganga út að þetta væri ekki krafa sem myndi standa í vegi fyrir samstarfi. „Það er af og frá að nefna þetta í þessu samhengi og alveg út í bláinn. Það vissu hinir flokksleiðtogarnir alveg upp á hár.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent