Heilbrigðisþjónustan – hvert stefnir? Úrsúla Jünemann skrifar 1. júní 2018 07:00 Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun