Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Snarpar umræður voru á Alþingi í gær. Ekki reyndist vera nauðsynlegur stuðningur meðal þingmanna við þá ósk meirihlutans að taka frumvarp um veiðigjöld á dagskrá. Vísir/Eyþór „Sprengja“ ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda varð til þess að störf Alþingis voru afar óskilvirk í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja loforð um afgreiðslu mála hafa verið þverbrotin og stefna að málþófi náist ekki sættir. Tillaga um afbrigði frá þingsköpum um að veiðigjöldin yrðu tekin á dagskrá var felld eftir klukkustunda stapp. Frumvarp um lækkun veiðigjalda var lagt fram af atvinnuveganefnd. Auk stjórnarliða í nefndinni er Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, flutningsmaður en hann er eigandi Útgerðarfélagsins Kára ehf. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það geymi endurákvörðun veiðigjalds fyrir almanaksárið 2018 þar sem að óbreyttu falli heimild til álagningar þess niður þann 1. september. Þá er því ætlað að fela í sér „nauðsynlega endurákvörðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar fiskiskipa“.Sjá einnig: Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Í frumvarpinu felst að veiðigjald á helstu tegundir lækkar um rétt rúm 24 prósent að jafnaði. Að auki er afsláttur til minnstu útgerðanna aukinn frá því sem áður var. Áætlað er að lækkunin feli í sér að tekjur ríkissjóðs vegna gjaldsins minnki um rúmlega tvo milljarða. Til stóð að málið yrði tekið á dagskrá í gær en til þess þurfti samþykki aukins meirihluta þingmanna þar sem skemmri tími en fimm dagar voru liðnir frá því þingmenn fengu það afhent. Í upphafi stóð til að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 11.45 en að lokum varð það ekki fyrr en á fimmta tímanum. Niðurstaðan varð sú að ekki var aukinn meirihluti fyrir málinu. Þingmenn minnihlutans nýttu hvert tækifæri sem gafst til að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta þingsins, athugasemdir við atkvæðagreiðslur dagsins og til að gera grein fyrir atkvæðum sínum. Vildu þeir meina að með því að taka málið á dagskrá væri verið að víkja frá efni samkomulags frá því fyrir sveitarstjórnarkosningar um hvaða mál kæmu til afgreiðslu og hver ekki.Tekist er á um veiðigjöld á síðustu dögum þingsins.Vísir/PjeturEinnig þótti undarlegt að umdeilt stjórnarfrumvarp, dulbúið sem frumvarp nefndar, fengi forgang fram yfir önnur mál sem liggja nær fullbúin í nefndum þingsins. „Satt að segja, herra forseti, er það að setja málið hér á dagskrá eins og blaut tuska framan í okkur þingflokksformenn sem höfum unnið eftir ákveðnu samkomulagi þegar kemur að þingmannamálum. Það er verið að brjóta það kirfilega. Það er óásættanlegt,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Meiri hlutinn, sem er hér við völd í þinginu og í ríkisstjórn, er núna gjörsamlega að ganga yfir og hunsa allt það sem minni hlutinn hefur óskað eftir og virðir ekki einu sinni það samkomulag sem var gert hér fyrir nokkrum dögum. Það breytir engu hvað okkur finnst um þau mál sem hér eru á dagskrá, það skiptir engu máli hvort við erum sammála þeim eða ósammála, málið er að það átti ekki að gera þetta með þessum hætti, virðulegur forseti,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. Samkvæmt starfsáætlun fer þingið í sumarfrí næsta fimmtudag en eldhúsdagsumræður eru áætlaðar á mánudag. Á þeim tíma stendur meðal annars til að ljúka umræðu um ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er flutningsmaður frumvarps um lækkun veiðigjalda. Fyrirtæki hans hagnast um háar fjárhæðir verði frumvarpið að lögum. Virði aflaheimilda hans er yfir hundrað milljónir króna. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Sprengja“ ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda varð til þess að störf Alþingis voru afar óskilvirk í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja loforð um afgreiðslu mála hafa verið þverbrotin og stefna að málþófi náist ekki sættir. Tillaga um afbrigði frá þingsköpum um að veiðigjöldin yrðu tekin á dagskrá var felld eftir klukkustunda stapp. Frumvarp um lækkun veiðigjalda var lagt fram af atvinnuveganefnd. Auk stjórnarliða í nefndinni er Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, flutningsmaður en hann er eigandi Útgerðarfélagsins Kára ehf. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það geymi endurákvörðun veiðigjalds fyrir almanaksárið 2018 þar sem að óbreyttu falli heimild til álagningar þess niður þann 1. september. Þá er því ætlað að fela í sér „nauðsynlega endurákvörðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar fiskiskipa“.Sjá einnig: Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Í frumvarpinu felst að veiðigjald á helstu tegundir lækkar um rétt rúm 24 prósent að jafnaði. Að auki er afsláttur til minnstu útgerðanna aukinn frá því sem áður var. Áætlað er að lækkunin feli í sér að tekjur ríkissjóðs vegna gjaldsins minnki um rúmlega tvo milljarða. Til stóð að málið yrði tekið á dagskrá í gær en til þess þurfti samþykki aukins meirihluta þingmanna þar sem skemmri tími en fimm dagar voru liðnir frá því þingmenn fengu það afhent. Í upphafi stóð til að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 11.45 en að lokum varð það ekki fyrr en á fimmta tímanum. Niðurstaðan varð sú að ekki var aukinn meirihluti fyrir málinu. Þingmenn minnihlutans nýttu hvert tækifæri sem gafst til að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta þingsins, athugasemdir við atkvæðagreiðslur dagsins og til að gera grein fyrir atkvæðum sínum. Vildu þeir meina að með því að taka málið á dagskrá væri verið að víkja frá efni samkomulags frá því fyrir sveitarstjórnarkosningar um hvaða mál kæmu til afgreiðslu og hver ekki.Tekist er á um veiðigjöld á síðustu dögum þingsins.Vísir/PjeturEinnig þótti undarlegt að umdeilt stjórnarfrumvarp, dulbúið sem frumvarp nefndar, fengi forgang fram yfir önnur mál sem liggja nær fullbúin í nefndum þingsins. „Satt að segja, herra forseti, er það að setja málið hér á dagskrá eins og blaut tuska framan í okkur þingflokksformenn sem höfum unnið eftir ákveðnu samkomulagi þegar kemur að þingmannamálum. Það er verið að brjóta það kirfilega. Það er óásættanlegt,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Meiri hlutinn, sem er hér við völd í þinginu og í ríkisstjórn, er núna gjörsamlega að ganga yfir og hunsa allt það sem minni hlutinn hefur óskað eftir og virðir ekki einu sinni það samkomulag sem var gert hér fyrir nokkrum dögum. Það breytir engu hvað okkur finnst um þau mál sem hér eru á dagskrá, það skiptir engu máli hvort við erum sammála þeim eða ósammála, málið er að það átti ekki að gera þetta með þessum hætti, virðulegur forseti,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. Samkvæmt starfsáætlun fer þingið í sumarfrí næsta fimmtudag en eldhúsdagsumræður eru áætlaðar á mánudag. Á þeim tíma stendur meðal annars til að ljúka umræðu um ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er flutningsmaður frumvarps um lækkun veiðigjalda. Fyrirtæki hans hagnast um háar fjárhæðir verði frumvarpið að lögum. Virði aflaheimilda hans er yfir hundrað milljónir króna. 1. júní 2018 06:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er flutningsmaður frumvarps um lækkun veiðigjalda. Fyrirtæki hans hagnast um háar fjárhæðir verði frumvarpið að lögum. Virði aflaheimilda hans er yfir hundrað milljónir króna. 1. júní 2018 06:00