Tengsl á milli áfallastreituröskunar og sjálfsónæmissjúkdóma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2018 15:49 Þær Unnur Annar Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem greint er frá í JAMA. Háskóli Íslands Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun er í aukinni áhættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í hinu virta vísindatímariti ameríska læknafélagsins, Journal of the American Medical Association (JAMA). Rannsóknartímabilið spannaði 30 ár en rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum á því tímabili. Á þessum 30 árum voru yfir 100 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Var áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga af sama aldri og kyni. „Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitu- eða aðrar tengdar raskanir voru að meðaltali 30-40% líklegri til þess að greinast síðar með einhvern af þeim 41 sjálfsónæmissjúkdómum sem rannsakaðir voru, þar á meðal sykursýki af tegund 1, lúpus, MS-, Addisson- og Crohns-sjúkdóm. Að auki kom í ljós að áhættan á sjálfsónæmissjúkdómum virtist meiri því yngri sem einstaklingarnir voru við greiningu á áfallatengdum röskunum,“ segir í tilkynningunni. Það eru þær Unnur Annar Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem greint er frá í JAMA. Þær segja niðurstöðurnar mikilvægan áfanga í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun sjálfónæmissjúkdóma. „Við vitum frá fyrri rannsóknum að mikil streita getur raskað ónæmiskerfi okkar en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl áfallastreitu- og tengdra raskana við áhættu á sjálfsónæmissjúkdómum í stóru almennu þýði fólks. Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Þær höfðu einnig ýmsa aðferðafræðilega annmarka sem við höfðum tök á að komast hjá í þessari greiningu okkar. Við þurfum hins vegar frekari rannsóknir á þessu efni og er stóra rannsóknin okkar hér á landi, Áfallasaga kvenna, mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á sérstökum fundi sem haldin verður í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar næstkomandi föstudag klukkan 12. Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun er í aukinni áhættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í hinu virta vísindatímariti ameríska læknafélagsins, Journal of the American Medical Association (JAMA). Rannsóknartímabilið spannaði 30 ár en rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum á því tímabili. Á þessum 30 árum voru yfir 100 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Var áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga af sama aldri og kyni. „Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitu- eða aðrar tengdar raskanir voru að meðaltali 30-40% líklegri til þess að greinast síðar með einhvern af þeim 41 sjálfsónæmissjúkdómum sem rannsakaðir voru, þar á meðal sykursýki af tegund 1, lúpus, MS-, Addisson- og Crohns-sjúkdóm. Að auki kom í ljós að áhættan á sjálfsónæmissjúkdómum virtist meiri því yngri sem einstaklingarnir voru við greiningu á áfallatengdum röskunum,“ segir í tilkynningunni. Það eru þær Unnur Annar Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem greint er frá í JAMA. Þær segja niðurstöðurnar mikilvægan áfanga í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun sjálfónæmissjúkdóma. „Við vitum frá fyrri rannsóknum að mikil streita getur raskað ónæmiskerfi okkar en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl áfallastreitu- og tengdra raskana við áhættu á sjálfsónæmissjúkdómum í stóru almennu þýði fólks. Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Þær höfðu einnig ýmsa aðferðafræðilega annmarka sem við höfðum tök á að komast hjá í þessari greiningu okkar. Við þurfum hins vegar frekari rannsóknir á þessu efni og er stóra rannsóknin okkar hér á landi, Áfallasaga kvenna, mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á sérstökum fundi sem haldin verður í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar næstkomandi föstudag klukkan 12.
Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira