Hótar enn hærri tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:10 Fjöldamörg bandarísk fyrirtæki reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Vísir/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00