Besta veðrið á miðvikudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júní 2018 11:00 Allir í bátana! Það er spáð 8-16 stiga hita á miðvikudag. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert. Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert.
Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira