Slá í gegn með handunnu súkkulaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:55 Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“ Matur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“
Matur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira