Splunkunýr Mandi opnaði dyr sínar á fyrsta leikdegi Íslands Sylvía Hall skrifar 16. júní 2018 21:15 Starfsfólk Mandi var að vonum hresst við opnun staðarins í dag. Mandi Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Veitingastaðurinn Mandi við Ingólfstorg opnaði aftur eftir framkvæmdir við mikinn fögnuð viðskiptavina í dag. Staðurinn hefur verið lokaður í rúman mánuð og hefur mikil útlitsbreyting orðið á staðnum síðan þá. Hlal Jarah, eigandi Mandi, segir opnunina hafa gengið vonum framar og mikill fjöldi fólks hafi lagt leið sína á staðinn í dag og fengið sér langþráð Shawarma eða hinn sívinsæla Mandi hummus. Hlal er viðskiptavinum staðarins vel kunnur og sagði hann í viðtali við Vísi í haust að honum þætti vænt um Íslendinga, sem margir hverjir leggja leið sína á staðinn einnig til þess að heilsa upp á glaðlegt starfsfólkið.Staðurinn hefur fengið nýtt útlit og voru margir sem mættu á opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var því viðeigandi að staðurinn opnaði í dag, en á sama tíma var leikur Íslands sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi og því tilvalið fyrir svanga fótboltaunnendur að grípa í bita á staðnum vinsæla. Mandi setti inn færslu á Facebook-síðu sína fyrr í dag þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við íslenska landsliðið með skemmtilegri tilvísun í víkingaklappið fræga og íslenska fánann má sjá á nýrri forsíðumynd staðarins. Að sögn Hlal gengu framkvæmdir vel og er staðurinn nær óþekkjanlegur, en mikið var lagt í breytingarnar. Búið er að bæta við bekkjum og borðum svo fleiri geti setið og notið matarins á staðnum, en staðurinn er yfirleitt þéttsetinn. Mandi er löngu orðinn vinsæll viðkomustaður Íslendinga sem sækja miðbæinn og því geta aðdáendur staðarins tekið gleði sína á ný og lagt leið sína niður á Ingólfstorg til þess að gæða sér á Sýrlenskri matargerð staðarins, en Hlal segir alla vera velkomna til þess að bera breytingarnar augum.Hlal Jarah, eigandi Mandi, og stuðningsmaður landsliðsins smella einni sjálfu af sér við opnun staðarins í dag.Mynd/MandiÞað var hátíðlegt á Mandi í dag þegar staðurinn opnaði á ný og voru dyr staðarins skreyttar með blöðrum.Mynd/Mandi
HM 2018 í Rússlandi Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41