Einstakt afrek Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í sögunni í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Andstæðingarnir eru engir byrjendur – Argentínumenn með sjálfan Messi í broddi fylkingar. Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé áþreifanleg. Öll þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir að leikar hefjist. Þetta á ekki síst við um okkur sem störfum í fjölmiðlum. Útsendarar okkar á mótinu geta nú loksins hætt að spyrja strákana hvernig þeir hafi það á hótelinu og farið að fjalla um leikinn sjálfan og eftirköst hans. Ísland mætir til leiks með lítið breytt lið. Flestir Íslendingar geta væntanlega allt að því þulið upp byrjunarliðið í leiknum á morgun með lokuð augun, og náð að minnsta kosti níu af ellefu réttum. Af hverju ættum við líka að breyta til? Árangurinn hefur verið ævintýri líkastur undanfarin ár. Við skulum þó ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að Ísland fari nú á hvert stórmótið á fætur öðru. Líkurnar verða aldrei með okkur. Við erum langfámennasta þjóðin sem leikið hefur í lokakeppni HM frá upphafi. Það vorum við líka á EM fyrir örfáum árum. Sá hópur leikmanna sem nú spilar fyrir Ísland er líka einstakur. Grjótharðir reynsluboltar eins og Kári Árnason, eða Ragnar Sigurðsson, í bland við náttúrulega hæfileika leikmanna eins og Jóhanns Berg Guðmundssonar og Gylfa Sigurðssonar. Sumir þessara leikmanna eru nú komnir á aldur í knattspyrnulegu tilliti, aðrir, eins og landsliðsfyrirliðinn sjálfur, hafa lagt líf og limi að veði fyrir landsliðið í mörg ár og finna fyrir því á líkama og sál. Að minnsta kosti þrír landsliðsmenn hafa gengið til liðs við íslensk lið og hætta því væntanlega leik með landsliðinu að loknu HM. Kynslóðaskipti eru að hefjast fyrir alvöru. Árangur Íslands undanfarin ár er samspil margra þátta. Lars Lagerbäck hóf byltinguna og Heimir Hallgrímsson hefur fumlaust tekið við kyndlinum. Þeir hafa haft úr einstakri gullkynslóð leikmanna að spila. Leikmanna sem hafa ekki bara hæfileika heldur líka hugarfar til að leggja sig alla fram fyrir lið og þjóð. Umgjörð um landsliðið hefur líka verið í sífelldri þróun. Bæði knattspyrnusambandið og aðdáendur íslenska liðsins geta verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur. KSÍ er örvinnustaður í samanburði við önnur knattspyrnusambönd, starfsmenn sambandsins virðast þó margra manna makar í vinnuframlagi og tryggja að aðbúnaður landsliðsins sé eins og best verður á kosið. Stuðningsmenn hafa líka séð til þess að ekkert erlent lið hlakkar nú til heimsóknar á Laugardalsvöllinn. Hálftómar stúkur heyra sögunni til. Við Íslendingar skulum njóta þessara vikna í Rússlandi, bæði þau okkar sem heima sitjum og þau sem ætla að fylgja liðinu. Það eitt og sér að Ísland sé þátttakandi á mótinu er afrek sem lengi verður í minnum haft. Við getum ekki búist við að Ísland fari á stórmót á tveggja ára fresti. Nú er bara að finna leið til að stoppa þennan Messi. Áfram Ísland!
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun