„Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2018 17:49 Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víða áhrif. Vísir/VIlhelm Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum. Í tilkynningu segir að skortur á hjúkrunarfræðingum hafi margvíslegar afleiðingar. Opnum sjúkrarúmum á Landspítala fækki til að mynda stöðugt, sem hafi einkum áhrif á öryggi sjúklinga og þjónustu. 49 þessara sjúkrarýma voru lokuð um mánaðamótin. Þar sem mönnun er ábótavant aukist jafnframt bæði tíðni endurinnlagna og dánartíðni sjúklinga og þá auki mannekla hættu á kulnun, mistökum og brottfalli úr starfi. Þá hefur verið greint frá því að einu sérhæfðu bráðamóttöku landsins fyrir hjartasjúklinga verði lokað í sumar og starfsemin flutt í Fossvog. Í tilkynningu hjúkrunarráðs segir að lokunin sé afleiðing skorts á á hjúkrunarfræðingum. Ráðið segir stjórnendur Landspítala þó hafa lagt mikla vinnu í umbætur á spítalanum en nú sé tími til að stjórnvöld geri eitthvað í málunum þar eð Landspítali þurfi að vera samkeppnisfær við aðra atvinnurekendur sem kunna að meta færni hjúkrunarfræðinga. „Stjórnvöld á Íslandi hafa lýst því yfir að þau vilji standa með heilbrigðiskerfinu, nú er tími til að standa við yfirlýsingarnar. Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarráð Landspítala vill brýna við ráðamenn til að standa við orð sín og gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu hjúkrunar á Landspítala!“ segir í yfirlýsingu. Fréttir hafa verið fluttar af alvarlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á Landspítala undanfarin misseri, sérstaklega í samhengi við sumarlokanir á spítalanum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli sínum í dag að spítalinn finni rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skorti tilfinnanlega hjúkrunarfræðinga.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll Matthíasson að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. 15. júní 2018 16:39