Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins: Fleiri léttburar og hærri blóðþrýstingur kvenna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2018 14:49 Arna Hauksdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur rannsakað líðan fólks fyrir og eftir efnahagshrun. Þegar tíu ár eru liðin frá því að fjármála-og bankahrunið skall á, fyrir suma eins og þruma af heiðum himni, á haustmánuðum ársins 2008, hefur ákveðið svigrúm og fjarlægð skapast svo unnt er að draga af því lærdóm og svo hægt er að leggja mat á það hvaða líkamlegu og sálrænu afleiðingar þetta samfélagslega áfall hafði. Fleiri léttburar fæddust skömmu eftir hrun og tíðni kvenna sem fengu meðgönguháþrýsting jókst. Þetta er á meðal þess sem Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, fjallar um í erindi sínu „Heilsufarlegar afleiðingar efnahagshrunsins“ sem er hluti af ráðstefnu sem ber heitið Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins og fer fram í Háskóla Íslands í dag klukkan 14:30. Stofnun stjórnsýslufræðinga og stjórnmála annars vegar og Félag stjórnmálafræðinga standa að ráðstefnunni Arna hefur rannsakað líðan fólks fyrir og eftir efnahagshrun. Fyrstu rannsóknir hennar sýndu að komur á hjartamóttöku Landspítalans jukust. Það var snörp aukning strax í vikunni eftir hrunið en það einskorðaðist við konur. „Þarna voru konur að koma þarna inn með raunveruleg hjartaeinkenni, þetta voru ekki kvíðaeinkenni heldur var þetta greint sem hjartaeinkenni,“ segir Arna í samtali við Vísi. Með því að reiða sig á gögn frá spurningalistum fyrir og eftir efnahagshrun gat Arna jafnframt séð að konur bjuggu við aukna streitu og þunglyndiseinkenni eftir hrunið, borið saman við gögn frá árinu 2007. Að sama skapi kom það í ljós, í doktorsverkefni Védísar Helgu Eiríksdóttur frá árinu 2009 og fjallaði um fæðingar og heilsu kvenna á meðgöngu, að fleiri léttburar fæddust árið eftir hrun og konur fengu meðgönguháþrýsting einnig á þessu tímabili. Þessi háa tíðni kvenna sem fengu meðgönguháþrýsting gekk síðan til baka. „Hækkuð tíðni á þessu tvenna er mjög alvarleg útkoma. Það er ekki gott að byrja lífið þannig. Það er staðfest í öðrum rannsóknum að streita og áföll geta aukið áhættu á meðgöngu og haft áhrif á fæðingarútkomu. Það sama virðist hafa gerst þarna,“ segir Arna. Að sögn Örnu fer heilsa karla almennt verr í efnahagsþrengingum heldur en hjá konum en við sjáum aðra mynd eftir hrun á Íslandi. Hvað ætli það sé sem veldur því að Íslenskar konur upplifa frekar neikvæð andleg og líkamleg einkenni heldur en kynsystur þeirra úti í heimi á eftirhrunsárum?„Það er bara eitthvað sem maður getur getið sér til um en ég hef mikið verið að spá í þessu en atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er mjög há. Við vinnum mjög mikið miðað við konur annarra þjóða og svo eignumst við líka mörg börn borið saman við aðrar þjóðir. Það er mjög mikið álag og mikið af verkefnum og svo gerist eitthvað í samfélaginu þá bogna konur fyrr heldur en annars staðar.“Það er þá kannski jafn mikið í húfi fyrir þær og fyrir karlana?„Já og þá líka með áhyggjur af ættingjum sem fóru kannski illa út úr hruninu. Streitan virðist hafa lent meira á þeim.“ Að sögn Örnu, sem hefur skoðað komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna, sá hún ekki aukningu á komum eftir hrun. Það sem vakti athygli aftur á móti var það að hún sá aukningu hjá körlum í góðærinu.Er einhver skýring sem gæti legið þarna að baki?„Já, við höfum getið okkur til hvað það gæti verið en það var náttúrulega mikill hraði í samfélaginu á þessum tíma og aðrar rannsóknir hafa sýnt að þegar maður er mikið að bera sig saman við aðra og býr í umhverfi þar sem fólki í kringum mann gengur betur heldur en manni sjálfum það getur aukið mjög mikið á vanlíðan. Þetta var mikill hraði og mikil neysla, kaupneysla í gangi þarna sem gæti hafa spilað inn í.“ Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þegar tíu ár eru liðin frá því að fjármála-og bankahrunið skall á, fyrir suma eins og þruma af heiðum himni, á haustmánuðum ársins 2008, hefur ákveðið svigrúm og fjarlægð skapast svo unnt er að draga af því lærdóm og svo hægt er að leggja mat á það hvaða líkamlegu og sálrænu afleiðingar þetta samfélagslega áfall hafði. Fleiri léttburar fæddust skömmu eftir hrun og tíðni kvenna sem fengu meðgönguháþrýsting jókst. Þetta er á meðal þess sem Arna Hauksdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, fjallar um í erindi sínu „Heilsufarlegar afleiðingar efnahagshrunsins“ sem er hluti af ráðstefnu sem ber heitið Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins og fer fram í Háskóla Íslands í dag klukkan 14:30. Stofnun stjórnsýslufræðinga og stjórnmála annars vegar og Félag stjórnmálafræðinga standa að ráðstefnunni Arna hefur rannsakað líðan fólks fyrir og eftir efnahagshrun. Fyrstu rannsóknir hennar sýndu að komur á hjartamóttöku Landspítalans jukust. Það var snörp aukning strax í vikunni eftir hrunið en það einskorðaðist við konur. „Þarna voru konur að koma þarna inn með raunveruleg hjartaeinkenni, þetta voru ekki kvíðaeinkenni heldur var þetta greint sem hjartaeinkenni,“ segir Arna í samtali við Vísi. Með því að reiða sig á gögn frá spurningalistum fyrir og eftir efnahagshrun gat Arna jafnframt séð að konur bjuggu við aukna streitu og þunglyndiseinkenni eftir hrunið, borið saman við gögn frá árinu 2007. Að sama skapi kom það í ljós, í doktorsverkefni Védísar Helgu Eiríksdóttur frá árinu 2009 og fjallaði um fæðingar og heilsu kvenna á meðgöngu, að fleiri léttburar fæddust árið eftir hrun og konur fengu meðgönguháþrýsting einnig á þessu tímabili. Þessi háa tíðni kvenna sem fengu meðgönguháþrýsting gekk síðan til baka. „Hækkuð tíðni á þessu tvenna er mjög alvarleg útkoma. Það er ekki gott að byrja lífið þannig. Það er staðfest í öðrum rannsóknum að streita og áföll geta aukið áhættu á meðgöngu og haft áhrif á fæðingarútkomu. Það sama virðist hafa gerst þarna,“ segir Arna. Að sögn Örnu fer heilsa karla almennt verr í efnahagsþrengingum heldur en hjá konum en við sjáum aðra mynd eftir hrun á Íslandi. Hvað ætli það sé sem veldur því að Íslenskar konur upplifa frekar neikvæð andleg og líkamleg einkenni heldur en kynsystur þeirra úti í heimi á eftirhrunsárum?„Það er bara eitthvað sem maður getur getið sér til um en ég hef mikið verið að spá í þessu en atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er mjög há. Við vinnum mjög mikið miðað við konur annarra þjóða og svo eignumst við líka mörg börn borið saman við aðrar þjóðir. Það er mjög mikið álag og mikið af verkefnum og svo gerist eitthvað í samfélaginu þá bogna konur fyrr heldur en annars staðar.“Það er þá kannski jafn mikið í húfi fyrir þær og fyrir karlana?„Já og þá líka með áhyggjur af ættingjum sem fóru kannski illa út úr hruninu. Streitan virðist hafa lent meira á þeim.“ Að sögn Örnu, sem hefur skoðað komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna, sá hún ekki aukningu á komum eftir hrun. Það sem vakti athygli aftur á móti var það að hún sá aukningu hjá körlum í góðærinu.Er einhver skýring sem gæti legið þarna að baki?„Já, við höfum getið okkur til hvað það gæti verið en það var náttúrulega mikill hraði í samfélaginu á þessum tíma og aðrar rannsóknir hafa sýnt að þegar maður er mikið að bera sig saman við aðra og býr í umhverfi þar sem fólki í kringum mann gengur betur heldur en manni sjálfum það getur aukið mjög mikið á vanlíðan. Þetta var mikill hraði og mikil neysla, kaupneysla í gangi þarna sem gæti hafa spilað inn í.“
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent