Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júní 2018 06:00 86 starfsmönnum var sagt upp hjá Odda í upphafi árs. Vísir/ANton „Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40