„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. júní 2018 21:30 Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02