Mikilvægri aðgerð á þriggja ára stúlku ítrekað frestað vegna manneklu Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 18:15 Unnur Signý verður þriggja ára nú í október og bíður eftir sinni fjórðu aðgerð vegna klofins góms. Vísir Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt. Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt.
Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira