Hver bað um kollsteypu? Þorvaldur Gylfason skrifar 14. júní 2018 07:00 Vinur minn einn var ekki alls fyrir löngu orðaður við skipun í nefnd á vegum Alþingis. Sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök að hann fékk í miðjum klíðum neyðarkall frá vinveittum þingmanni sem spurði hvort rétt væri að vinurinn hefði hvatt til vopnaðrar byltingar. Vopnaðrar byltingar? Nei, því var fljótsvarað. Sá sem spurði hafði orðið þess var að tilnefningu vinarins í nefndina kynni að vera andmælt eða hafnað á þessari upplognu byltingarforsendu. Spurning þingmannsins vitnar um óheilbrigt andrúmsloft á Alþingi. Hverjir ætluðu að klína vopnuðum byltingarstimpli á saklausan borgara til að koma í veg fyrir að rödd hans heyrðist í nefnd á vegum Alþingis? Það voru líklega þeir sem hafa beinlínis beðið um byltingu eða réttar sagt: kallað yfir sig byltingu. Skoðum málið.Launahlutföll skipta máli Ég er ekki að skipta um umræðuefni þótt ég segi þetta næst: Það er ekki tilviljun að verðbólgumarkmið seðlabanka um allan heim er ekki núll heldur yfirleitt 2% til 3% á ári. Hófleg verðbólga er jafnan heppilegri en engin verðbólga. Það stafar af því að hófleg verðbólga býr til svigrúm til hóflegra breytinga á launakostnaðarhlutföllum á vinnumarkaði. Ef ytri aðstæður halla á tiltekinn atvinnuveg, þá lækkar raunverulegur kaupkostnaður fyrirtækja þar um 2% til 3% á ári ef útseld vara og þjónusta viðkomandi fyrirtækja hækkar í verði um 2% til 3% á ári í samræmi við almennt verðlag meðan launin standa í stað. Þannig komast fyrirtækin hjá að fækka fólki. Launþegar una því þar eð þeim sýnast allir sitja við sama borð. Ef verðbólgu væri ekki til að dreifa væri staðan önnur. Þá myndu fyrirtæki þurfa að biðja launþega um að sætta sig við beina launaskerðingu um 2% til 3% til að komast hjá uppsögnum. Launþegar sætta sig yfirleitt ekki við beina kauplækkun m.a. af því að þeir treysta því ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Þannig getur hófleg verðbólga stillt til friðar á vinnumarkaði. Til þess er leikurinn gerður. Þannig getur mikil verðbólga einnig slitið sundur friðinn með því að raska launahlutföllum um of á þann hátt að sumum tekst betur en öðrum að laga laun sín að verðbólgunni eða lyfta þeim umfram verðbólguna. Sjálftökusveitir Nú er það samt ekki verðbólga sem virðist líklegust til að slíta sundur friðinn á vinnumarkaði hér heima heldur sú staðreynd að sumir hópar hafa tekið sér eða þegið kjarabætur langt umfram aðra. RÚV sagði frá því fyrir nokkru að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar eru betur launaðir en borgarstjórinn í Tókíó. Vinir þeirra í bæjarstjórnunum skammta þeim launin. Kjararáð hefur veitt hátekjuhópum sem vinna hjá ríkinu miklar kauphækkanir, sumar afturvirkar, og hækkaði t.d. laun þingmanna 2016 um 45% á einu bretti. Þessar ákvarðanir vöktu hörð viðbrögð, m.a. af hálfu verklýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var þá lagt niður. Jón Þór Ólafsson alþm. og VR hafa kært Kjararáð fyrir meintar ólöglegar launahækkanir á ofurlaun. Vandinn er ekki bundinn við sjálftökusveitir stjórnmálamanna. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni voru á bilinu 3-8 mkr. á mánuði 2017 eða tæpar 5 mkr. að meðaltali. Meðalforstjórinn þiggur mánaðarlaun sem nema 17-földum lágmarkslaunum. Mánaðarlaun launahæsta forstjórans nema nærri 30-földum lágmarkslaunum. Hverjir ákveða þessi laun? Það gera forstjórarnir sjálfir enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Forstjórar ríkisfyrirtækja eru ekki alveg eins stórtækir, en þeir hafa þó þegið kauphækkanir langt umfram þau 4% sem ríkið bauð ljósmæðrum. Þær höfnuðu boðinu. Þær höfnuðu tvískinnungi sem Kennedy Bandaríkjaforseti lýsti vel þegar hann sagði: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: „Mitt tilheyrir mér, þitt skulum við semja um““. Uppgjör í vændum Guðmundur Gunnarsson rafvirki lýsir vandanum vel í grein í Stundinni fyrir skömmu undir yfirskriftinni Heiftarlegt uppgjör framundan. Hann vitnar í Guðmund J. Guðmundsson, Gvend jaka sem svo var kallaður, en hann sagði: „Ef einhver hópur fer að vaða upp í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á að það verður að byggjast á gagnkvæmu jafnræði á milli hópa. Það þýðir ekki að keyra áfram einhverja sérhópa upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu.“ Forstjórar og stjórnmálamenn eiga upptökin að núverandi ókyrrð á vinnumarkaði. Þeir hafa kallað kollsteypu yfir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vinur minn einn var ekki alls fyrir löngu orðaður við skipun í nefnd á vegum Alþingis. Sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök að hann fékk í miðjum klíðum neyðarkall frá vinveittum þingmanni sem spurði hvort rétt væri að vinurinn hefði hvatt til vopnaðrar byltingar. Vopnaðrar byltingar? Nei, því var fljótsvarað. Sá sem spurði hafði orðið þess var að tilnefningu vinarins í nefndina kynni að vera andmælt eða hafnað á þessari upplognu byltingarforsendu. Spurning þingmannsins vitnar um óheilbrigt andrúmsloft á Alþingi. Hverjir ætluðu að klína vopnuðum byltingarstimpli á saklausan borgara til að koma í veg fyrir að rödd hans heyrðist í nefnd á vegum Alþingis? Það voru líklega þeir sem hafa beinlínis beðið um byltingu eða réttar sagt: kallað yfir sig byltingu. Skoðum málið.Launahlutföll skipta máli Ég er ekki að skipta um umræðuefni þótt ég segi þetta næst: Það er ekki tilviljun að verðbólgumarkmið seðlabanka um allan heim er ekki núll heldur yfirleitt 2% til 3% á ári. Hófleg verðbólga er jafnan heppilegri en engin verðbólga. Það stafar af því að hófleg verðbólga býr til svigrúm til hóflegra breytinga á launakostnaðarhlutföllum á vinnumarkaði. Ef ytri aðstæður halla á tiltekinn atvinnuveg, þá lækkar raunverulegur kaupkostnaður fyrirtækja þar um 2% til 3% á ári ef útseld vara og þjónusta viðkomandi fyrirtækja hækkar í verði um 2% til 3% á ári í samræmi við almennt verðlag meðan launin standa í stað. Þannig komast fyrirtækin hjá að fækka fólki. Launþegar una því þar eð þeim sýnast allir sitja við sama borð. Ef verðbólgu væri ekki til að dreifa væri staðan önnur. Þá myndu fyrirtæki þurfa að biðja launþega um að sætta sig við beina launaskerðingu um 2% til 3% til að komast hjá uppsögnum. Launþegar sætta sig yfirleitt ekki við beina kauplækkun m.a. af því að þeir treysta því ekki að eitt sé látið yfir alla ganga. Þannig getur hófleg verðbólga stillt til friðar á vinnumarkaði. Til þess er leikurinn gerður. Þannig getur mikil verðbólga einnig slitið sundur friðinn með því að raska launahlutföllum um of á þann hátt að sumum tekst betur en öðrum að laga laun sín að verðbólgunni eða lyfta þeim umfram verðbólguna. Sjálftökusveitir Nú er það samt ekki verðbólga sem virðist líklegust til að slíta sundur friðinn á vinnumarkaði hér heima heldur sú staðreynd að sumir hópar hafa tekið sér eða þegið kjarabætur langt umfram aðra. RÚV sagði frá því fyrir nokkru að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar eru betur launaðir en borgarstjórinn í Tókíó. Vinir þeirra í bæjarstjórnunum skammta þeim launin. Kjararáð hefur veitt hátekjuhópum sem vinna hjá ríkinu miklar kauphækkanir, sumar afturvirkar, og hækkaði t.d. laun þingmanna 2016 um 45% á einu bretti. Þessar ákvarðanir vöktu hörð viðbrögð, m.a. af hálfu verklýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var þá lagt niður. Jón Þór Ólafsson alþm. og VR hafa kært Kjararáð fyrir meintar ólöglegar launahækkanir á ofurlaun. Vandinn er ekki bundinn við sjálftökusveitir stjórnmálamanna. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni voru á bilinu 3-8 mkr. á mánuði 2017 eða tæpar 5 mkr. að meðaltali. Meðalforstjórinn þiggur mánaðarlaun sem nema 17-földum lágmarkslaunum. Mánaðarlaun launahæsta forstjórans nema nærri 30-földum lágmarkslaunum. Hverjir ákveða þessi laun? Það gera forstjórarnir sjálfir enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Forstjórar ríkisfyrirtækja eru ekki alveg eins stórtækir, en þeir hafa þó þegið kauphækkanir langt umfram þau 4% sem ríkið bauð ljósmæðrum. Þær höfnuðu boðinu. Þær höfnuðu tvískinnungi sem Kennedy Bandaríkjaforseti lýsti vel þegar hann sagði: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: „Mitt tilheyrir mér, þitt skulum við semja um““. Uppgjör í vændum Guðmundur Gunnarsson rafvirki lýsir vandanum vel í grein í Stundinni fyrir skömmu undir yfirskriftinni Heiftarlegt uppgjör framundan. Hann vitnar í Guðmund J. Guðmundsson, Gvend jaka sem svo var kallaður, en hann sagði: „Ef einhver hópur fer að vaða upp í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á að það verður að byggjast á gagnkvæmu jafnræði á milli hópa. Það þýðir ekki að keyra áfram einhverja sérhópa upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu.“ Forstjórar og stjórnmálamenn eiga upptökin að núverandi ókyrrð á vinnumarkaði. Þeir hafa kallað kollsteypu yfir okkur öll.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar