Gagnrýnanda Trump hafnað og „rasisti“ settur á lista Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 16:39 Corey Stewart, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldungadeilarinnar. Vísir/GETTY Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent