Tísti um „lága greindarvísitölu“ De Niro en gerði sjálfur stafsetningarvillu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 22:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti notar gjarnan Twitter til að skjóta á pólitíska andstæðinga sína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut á bandaríska leikarann Robert de Niro á Twitter í kvöld eftir að sá síðarnefndi formælti forsetanum á sviði þegar Tony-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Athygli vekur að Trump sagði de Niro með „lága greindarvísitölu“ en gerði sjálfur stafsetningarvillu í tísti sínu. „Robert de Niro, einstaklingur með mjög lága greindarvísitölu, hefur hlotið of mörg högg á höfuðið af hendi alvöru hnefaleikamanna í kvikmyndum,“ skrifaði Trump í tísti sem birtist á Twitter-reikningi hans í kvöld. Glöggir sjá að forsetinn stafsetur þar orðið „too“, sem á íslensku útleggst sem „of“, með einu o-i þar sem ættu að vera tvö. „Ég horfði á hann í gærkvöldi og ég trúi því í einlægni að hann gæti verið „vankaður“ (e. punch-drunk),“ bætti Trump við.Tíst Trumps, með stafsetningarvillunni, sem hann birti í gær. Tístunum var eytt skömmu síðar og endurbirt, villulaus, daginn eftir.Skjáskot/TwitterÞar vísaði Trump líklega til kvikmyndarinnar Raging Bull, sem kom út árið 1980, en þar fór de Niro með hlutverk hnefaleikakappans Jake LaMotta. Þá lék hann einnig hnefaleikamann í kvikmyndinni Grudge Match frá árinu 2013. Ummæli de Niro um Trump voru ritskoðuð á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld en hann fór þar ófögrum orðum um forsetann. „Ég vil bara segja eitt. Svei Trump [e. Fuck Trump]. Þetta er ekki lengur niður með Trump. Þetta er svei Trump,“ sagði de Niro. Þá notaði Trump, sem er nýlokinn við sögulegan fund sinn og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einnig tækifærið á Twitter í kvöld og hældi sjálfum sér fyrir velgengni í starfi. Þetta taldi Trump de Niro líklega ekki meðvitaðan um og bað leikarann, sem hann kallaði „Punchy“, að ranka við sér.Uppfært 13. júní kl. 11:50: Trump eyddi upphaflegu tístunum með stafsetningarvillunni skömmu eftir að hann birti þau. Ný tíst, án villunnar, litu dagsins ljós nú í morgun að íslenskum tíma en þau má sjá hér að neðan....realize the economy is the best it's ever been with employment being at an all time high, and many companies pouring back into our country. Wake up Punchy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43 Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut á bandaríska leikarann Robert de Niro á Twitter í kvöld eftir að sá síðarnefndi formælti forsetanum á sviði þegar Tony-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Athygli vekur að Trump sagði de Niro með „lága greindarvísitölu“ en gerði sjálfur stafsetningarvillu í tísti sínu. „Robert de Niro, einstaklingur með mjög lága greindarvísitölu, hefur hlotið of mörg högg á höfuðið af hendi alvöru hnefaleikamanna í kvikmyndum,“ skrifaði Trump í tísti sem birtist á Twitter-reikningi hans í kvöld. Glöggir sjá að forsetinn stafsetur þar orðið „too“, sem á íslensku útleggst sem „of“, með einu o-i þar sem ættu að vera tvö. „Ég horfði á hann í gærkvöldi og ég trúi því í einlægni að hann gæti verið „vankaður“ (e. punch-drunk),“ bætti Trump við.Tíst Trumps, með stafsetningarvillunni, sem hann birti í gær. Tístunum var eytt skömmu síðar og endurbirt, villulaus, daginn eftir.Skjáskot/TwitterÞar vísaði Trump líklega til kvikmyndarinnar Raging Bull, sem kom út árið 1980, en þar fór de Niro með hlutverk hnefaleikakappans Jake LaMotta. Þá lék hann einnig hnefaleikamann í kvikmyndinni Grudge Match frá árinu 2013. Ummæli de Niro um Trump voru ritskoðuð á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld en hann fór þar ófögrum orðum um forsetann. „Ég vil bara segja eitt. Svei Trump [e. Fuck Trump]. Þetta er ekki lengur niður með Trump. Þetta er svei Trump,“ sagði de Niro. Þá notaði Trump, sem er nýlokinn við sögulegan fund sinn og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einnig tækifærið á Twitter í kvöld og hældi sjálfum sér fyrir velgengni í starfi. Þetta taldi Trump de Niro líklega ekki meðvitaðan um og bað leikarann, sem hann kallaði „Punchy“, að ranka við sér.Uppfært 13. júní kl. 11:50: Trump eyddi upphaflegu tístunum með stafsetningarvillunni skömmu eftir að hann birti þau. Ný tíst, án villunnar, litu dagsins ljós nú í morgun að íslenskum tíma en þau má sjá hér að neðan....realize the economy is the best it's ever been with employment being at an all time high, and many companies pouring back into our country. Wake up Punchy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43 Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43