Frambjóðandi skotinn í höfuðið þegar hann stillti sér upp fyrir sjálfu með kjósanda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júní 2018 19:33 Skálmöld hefur ríkt í Mexíkó í meira en áratug eða frá því að yfirvöld skáru upp herör gegn fíkniefnasmyglurum sem brugðust við með skæruhernaði. Vísir/Getty 112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna. Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna.
Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03
Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23