Frambjóðandi skotinn í höfuðið þegar hann stillti sér upp fyrir sjálfu með kjósanda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júní 2018 19:33 Skálmöld hefur ríkt í Mexíkó í meira en áratug eða frá því að yfirvöld skáru upp herör gegn fíkniefnasmyglurum sem brugðust við með skæruhernaði. Vísir/Getty 112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna. Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna.
Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03
Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23