Efndir og árangur um forvarnir gegn krabbameinum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 12. júní 2018 07:00 Krabbamein varðar okkur öll. Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun Krabbameinsfélags Íslands sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra. Í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sendu mörg aðildarfélög félagsins áskorun á framboð í sínum sveitarfélögum um að vinna að því að skapa nærsamfélag þar sem áhersla er lögð á lýðheilsumál og þætti sem geta orðið til þess að fyrirbyggja krabbamein. Svör bárust frá 36 framboðum í 10 sveitarfélögum. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina, fyrst og fremst með heilbrigðum lífsháttum. Forvarnir eru því einn mikilvægasti þátturinn í því að sporna gegn sjúkdómum á borð við krabbamein og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Krabbameinsfélagið þrýstir reglulega á yfirvöld og minnir á þessa ábyrgð. Almenningur getur einnig þrýst á stjórnvöld með því að skrifa undir áskorun félagsins til stjórnvalda. Til að árangur náist þarf samvinnu margra. Sem dæmi um góða samvinnu er hversu vel hefur tekist að draga úr reykingum hérlendis, árangur sem vakið hefur athygli á heimsvísu. En betur má ef duga skal. Krabbameinsfélag Íslands vill vinna að því að auka þekkingu almennings og ráðamanna enn frekar um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Um leið og við þökkum þeim framboðum sem tóku áskoruninni hlökkum við til að fylgjast með efndum og árangri. Félagið hlakkar einnig til frekara samstarfs um fyrirbyggjandi aðgerðir í framtíðinni. Upplýsingar um svör frá framboðunum má sjá á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands krabb.?is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Krabbamein varðar okkur öll. Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun Krabbameinsfélags Íslands sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra. Í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sendu mörg aðildarfélög félagsins áskorun á framboð í sínum sveitarfélögum um að vinna að því að skapa nærsamfélag þar sem áhersla er lögð á lýðheilsumál og þætti sem geta orðið til þess að fyrirbyggja krabbamein. Svör bárust frá 36 framboðum í 10 sveitarfélögum. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina, fyrst og fremst með heilbrigðum lífsháttum. Forvarnir eru því einn mikilvægasti þátturinn í því að sporna gegn sjúkdómum á borð við krabbamein og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Krabbameinsfélagið þrýstir reglulega á yfirvöld og minnir á þessa ábyrgð. Almenningur getur einnig þrýst á stjórnvöld með því að skrifa undir áskorun félagsins til stjórnvalda. Til að árangur náist þarf samvinnu margra. Sem dæmi um góða samvinnu er hversu vel hefur tekist að draga úr reykingum hérlendis, árangur sem vakið hefur athygli á heimsvísu. En betur má ef duga skal. Krabbameinsfélag Íslands vill vinna að því að auka þekkingu almennings og ráðamanna enn frekar um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Um leið og við þökkum þeim framboðum sem tóku áskoruninni hlökkum við til að fylgjast með efndum og árangri. Félagið hlakkar einnig til frekara samstarfs um fyrirbyggjandi aðgerðir í framtíðinni. Upplýsingar um svör frá framboðunum má sjá á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands krabb.?is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar