Sjúkrasaga þingmanns opin öllum á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2018 08:00 Hæstiréttur birti fyrir helgi dóm í máli Guðmundar Inga. Hann er nafngreindur í dómnum en miklar upplýsingar um sjúkrasögu hans er þar að finna. Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira