Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2018 07:00 Íbúarnir eru ósáttir við nýju rútumiðstöðina og segja Skógarhlíðina undirlagða af bílum. VÍSIR/ANTON BRINK „Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
„Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira