Hannes: Ósanngjarnt að bera þetta saman við paradís á jörð Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 18:30 Hannes Þór Halldórsson á æfingu liðsins í dag. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta er hrifinn af dvalarstað íslenska liðsins í Rússlandi en þeir æfa og dvelja í Kabardinka í Gelendzhik þar sem vel fer um okkar menn. Hann, eins og aðrir leikmenn liðsins, er kominn með HM-fiðringinn.Sjá einnig:Hannes: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ „Þetta er búið að vera óraunverulegt í langan tíma en núna allt í einu er þetta orðið raunverulegt og er bara að byrja. Það er mikil ánægja með það. Það er gaman að vera mættir hérna og þá bara keyrum við þetta í gang,“ segir Hannes. Aðstæður í Annecy í Frakklandi fyrir tveimur árum voru ekkert slor og bærinn töluvert flottari en í Gelendzhik. Okkar menn eru samt ekkert að kvarta enda búið að gera allt sem mögulegt er svo dvöl þeirra verði sem best. „Völlurinn er frábær og hótelið mjög fínt. Það er ósanngjarnt að vera að bera þetta saman við Annecy sem var algjör paradís á jörð. Það breytir því ekki að hér er allt virkilega fínt og það er búið að gera allt sem hægt er þannig að okkur líði vel,“ segir Hannes, en að þessu sinni eru þeir ekki með allt hótelið sitt út af fyrir sig. „Þetta truflar okkur ekki. Maður finnur ekkert fyrir því að það sé annað fólk á hótelinu. Við erum með okkar eigin hæð og erum út af fyrir okkur en það truflar okkur ekkert þó svo að það sé einn og einn hótelgestur á stangli,“ segir Hannes. Fyrsta æfing strákanna í Kabardinka var opin og fylgdust um 2.000 manns með íslenska liðinu fara í gegnum fyrstu æfinguna. Mikil stemning ríkti og var klappað fyrir góðum mörkum og góðum markvörslum. „Þetta var öðruvísi upplifun og bara mjög gaman. Það var í gær sem maður virkilega áttaði sig á því að maður er kominn á heimsmeistaramótið. Maður fann ekki alveg fyrir því þegar að við komum á hótelið. Það voru sumir sem að höfðu orð á því. En, svo þegar að við mættum á æfingasvæðið og maður sá alla veggi með FIFA-merkinu og myndum fór maður að átta sig á þessu,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 11. júní 2018 10:35 Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15 Rúllar Gylfa upp í borðtennis og þakkar guði fyrir skort á golfvöllum Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á síðustu leiktíð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hlutverk hans með landsliðinu verður alltaf stærra og stærra. Hann er ánægður með aðstöðuna sem liðinu eru búin. 11. júní 2018 21:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta er hrifinn af dvalarstað íslenska liðsins í Rússlandi en þeir æfa og dvelja í Kabardinka í Gelendzhik þar sem vel fer um okkar menn. Hann, eins og aðrir leikmenn liðsins, er kominn með HM-fiðringinn.Sjá einnig:Hannes: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ „Þetta er búið að vera óraunverulegt í langan tíma en núna allt í einu er þetta orðið raunverulegt og er bara að byrja. Það er mikil ánægja með það. Það er gaman að vera mættir hérna og þá bara keyrum við þetta í gang,“ segir Hannes. Aðstæður í Annecy í Frakklandi fyrir tveimur árum voru ekkert slor og bærinn töluvert flottari en í Gelendzhik. Okkar menn eru samt ekkert að kvarta enda búið að gera allt sem mögulegt er svo dvöl þeirra verði sem best. „Völlurinn er frábær og hótelið mjög fínt. Það er ósanngjarnt að vera að bera þetta saman við Annecy sem var algjör paradís á jörð. Það breytir því ekki að hér er allt virkilega fínt og það er búið að gera allt sem hægt er þannig að okkur líði vel,“ segir Hannes, en að þessu sinni eru þeir ekki með allt hótelið sitt út af fyrir sig. „Þetta truflar okkur ekki. Maður finnur ekkert fyrir því að það sé annað fólk á hótelinu. Við erum með okkar eigin hæð og erum út af fyrir okkur en það truflar okkur ekkert þó svo að það sé einn og einn hótelgestur á stangli,“ segir Hannes. Fyrsta æfing strákanna í Kabardinka var opin og fylgdust um 2.000 manns með íslenska liðinu fara í gegnum fyrstu æfinguna. Mikil stemning ríkti og var klappað fyrir góðum mörkum og góðum markvörslum. „Þetta var öðruvísi upplifun og bara mjög gaman. Það var í gær sem maður virkilega áttaði sig á því að maður er kominn á heimsmeistaramótið. Maður fann ekki alveg fyrir því þegar að við komum á hótelið. Það voru sumir sem að höfðu orð á því. En, svo þegar að við mættum á æfingasvæðið og maður sá alla veggi með FIFA-merkinu og myndum fór maður að átta sig á þessu,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 11. júní 2018 10:35 Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15 Rúllar Gylfa upp í borðtennis og þakkar guði fyrir skort á golfvöllum Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á síðustu leiktíð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hlutverk hans með landsliðinu verður alltaf stærra og stærra. Hann er ánægður með aðstöðuna sem liðinu eru búin. 11. júní 2018 21:45 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 11. júní 2018 10:35
Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi. Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov. Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. 11. júní 2018 19:15
Rúllar Gylfa upp í borðtennis og þakkar guði fyrir skort á golfvöllum Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á síðustu leiktíð með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hlutverk hans með landsliðinu verður alltaf stærra og stærra. Hann er ánægður með aðstöðuna sem liðinu eru búin. 11. júní 2018 21:45