Kemst peningurinn til skila? Bjarni Gíslason skrifar 11. júní 2018 07:00 „Komið með mér og sjáið,“ sagði kona við okkur þegar við vorum í eftirlitsferð til að fylgja eftir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu í lok maí sl. Við höfðum um hádegisbil staldrað við á sléttunni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu til að fá okkur nesti. Við létum til leiðast og fylgdum konunni sem heitir Amína. Hún sýndi okkur búfé sitt, kindur, geitur og kálf. „Áður en verkefnið kom hafði ég ekki nein dýr og engar tekjur og var algjörlega háð manni mínum. Núna fæ ég sjálf tekjur og ræð yfir þeim peningum sem ég afla.“ Hún hafði tekið þátt í sparnaðar- og lánahópi fyrir konur sem er hluti af verkefninu. „Við höfðum aldrei ræktað lauk áður en verkefnið byrjaði en núna rækta ég lauk og sel heilmikið og fæ tekjur,“ sagði hún um leið og hún sýndi okkur akur sinn. Hún geislaði af stolti og gleði. Já, við segjum hiklaust að peningurinn komist til skila alla leið. En þetta er bara eitt dæmi hugsar þú kannski, en þá getum við vísað í skýrslu sænska ráðgjafarfyrirtækisins NIRAS indevelop sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu. Sérfræðingur NIRAS fór í vikuferð til hvers verkefnalands í október sl. og fulltrúi ráðuneytisins og Hjálparstarfsins voru með í för. NIRAS sendi frá sér skýrslu í byrjun árs. Ekki er pláss hér til að fara í gegnum viðamikla 41 blaðsíðu skýrslu um verkefnið í Eþíópíu en í henni kemur fram að árangur er mjög góður, veruleg breyting hefur orðið á aðstæðum fólks til hins betra. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringarríkari og búfé er heilbrigðara. Einnig segir í skýrslunni að staða kvenna hafi breyst, jafnrétti aukist, þær séu sjálfstæðari og ráði yfir tekjum sem þær afla. Fram kemur að Lútherska heimssambandið, sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, sé mjög faglegt og meðvitað um góða nýtingu fjármuna. Skýrsluna má sjá á www.help.is/doc/237. Já, peningurinn kemst til skila.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Komið með mér og sjáið,“ sagði kona við okkur þegar við vorum í eftirlitsferð til að fylgja eftir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu í lok maí sl. Við höfðum um hádegisbil staldrað við á sléttunni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu til að fá okkur nesti. Við létum til leiðast og fylgdum konunni sem heitir Amína. Hún sýndi okkur búfé sitt, kindur, geitur og kálf. „Áður en verkefnið kom hafði ég ekki nein dýr og engar tekjur og var algjörlega háð manni mínum. Núna fæ ég sjálf tekjur og ræð yfir þeim peningum sem ég afla.“ Hún hafði tekið þátt í sparnaðar- og lánahópi fyrir konur sem er hluti af verkefninu. „Við höfðum aldrei ræktað lauk áður en verkefnið byrjaði en núna rækta ég lauk og sel heilmikið og fæ tekjur,“ sagði hún um leið og hún sýndi okkur akur sinn. Hún geislaði af stolti og gleði. Já, við segjum hiklaust að peningurinn komist til skila alla leið. En þetta er bara eitt dæmi hugsar þú kannski, en þá getum við vísað í skýrslu sænska ráðgjafarfyrirtækisins NIRAS indevelop sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu. Sérfræðingur NIRAS fór í vikuferð til hvers verkefnalands í október sl. og fulltrúi ráðuneytisins og Hjálparstarfsins voru með í för. NIRAS sendi frá sér skýrslu í byrjun árs. Ekki er pláss hér til að fara í gegnum viðamikla 41 blaðsíðu skýrslu um verkefnið í Eþíópíu en í henni kemur fram að árangur er mjög góður, veruleg breyting hefur orðið á aðstæðum fólks til hins betra. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringarríkari og búfé er heilbrigðara. Einnig segir í skýrslunni að staða kvenna hafi breyst, jafnrétti aukist, þær séu sjálfstæðari og ráði yfir tekjum sem þær afla. Fram kemur að Lútherska heimssambandið, sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, sé mjög faglegt og meðvitað um góða nýtingu fjármuna. Skýrsluna má sjá á www.help.is/doc/237. Já, peningurinn kemst til skila.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar