Sumarmessan: Ekki í boði að Raggi fái að hætta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:30 Ragnar og Kári hafa tekið þær nokkrar þessar myndirnar en þeir hafa verið algjörir lykilmenn í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár visir/vilhelm Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira