Uppsagnir ljósmæðra sem taka gildi á sunnudag hafa víðtæk áhrif á fæðingaþjónustu Landspítalans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 15:58 Á meðal þess sem nýbakaðar mæður mega búast við er að þær og nýburar þeirra verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem útlistuð er aðgerðaáætlun spítalans vegna uppsagna tólf ljósmæðra á spítalanum sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Ljóst er af aðgerðaáætluninni að uppsagnirnar munu hafa víðtæk áhrif á fæðingaþjónustu spítalans. Á meðal þess sem nýbakaðar mæður mega búast við er að þær og nýburar þeirra verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Þá getur mögulega orðið röskun á framköllunum fæðinga. Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum og hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes eða Akureyri. Þá verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. Aðgerðaáætlun spítalans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: • Fæðingarvakt Landspítala tekur á móti konum í fæðingu eins og verið hefur, en búast má við að konur og nýburar verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Mögulega verður röskun á framköllunum fæðinga. • Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum. Þar verður því þrengra um fjölskyldur en undir venjulegum kringumstæðum. Hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes og Akureyri. Einnig verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. • Barnshafandi konum er bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð nema ef um bráð veikindi eða byrjandi fæðingu er að ræða. Læknavaktin mun taka við símtölum og veita ráðgjöf í síma 1770 eftir lokun heilsugæslustöðva. • Konum sem nýlega hafa fætt barn er sömuleiðis bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð, til heimaþjónustuljósmóður eða á Læknavakt, nema ef um bráð veikindi er að ræða. Landspítali hefur undirbúið aukna samvinnu milli deilda spítalans og biðlað til annarra heilbrigðisstofnana um aðstoð. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Læknavaktin og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa samþykkt að veita aukna þjónustu, í samráði við starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítalans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem útlistuð er aðgerðaáætlun spítalans vegna uppsagna tólf ljósmæðra á spítalanum sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Ljóst er af aðgerðaáætluninni að uppsagnirnar munu hafa víðtæk áhrif á fæðingaþjónustu spítalans. Á meðal þess sem nýbakaðar mæður mega búast við er að þær og nýburar þeirra verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Þá getur mögulega orðið röskun á framköllunum fæðinga. Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum og hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes eða Akureyri. Þá verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. Aðgerðaáætlun spítalans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: • Fæðingarvakt Landspítala tekur á móti konum í fæðingu eins og verið hefur, en búast má við að konur og nýburar verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Mögulega verður röskun á framköllunum fæðinga. • Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum. Þar verður því þrengra um fjölskyldur en undir venjulegum kringumstæðum. Hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes og Akureyri. Einnig verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. • Barnshafandi konum er bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð nema ef um bráð veikindi eða byrjandi fæðingu er að ræða. Læknavaktin mun taka við símtölum og veita ráðgjöf í síma 1770 eftir lokun heilsugæslustöðva. • Konum sem nýlega hafa fætt barn er sömuleiðis bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð, til heimaþjónustuljósmóður eða á Læknavakt, nema ef um bráð veikindi er að ræða. Landspítali hefur undirbúið aukna samvinnu milli deilda spítalans og biðlað til annarra heilbrigðisstofnana um aðstoð. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Læknavaktin og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa samþykkt að veita aukna þjónustu, í samráði við starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítalans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00