Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 11:18 Pus er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs. Dýr Norðurlönd Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs.
Dýr Norðurlönd Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira