Erlent

Fimm látnir eftir flugslys á Indlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Einn iðnaðarmaður, sem unnið hafði að byggingu íbúðablokkarinnar, lést við brotlendinguna.
Einn iðnaðarmaður, sem unnið hafði að byggingu íbúðablokkarinnar, lést við brotlendinguna. Vísir/Afp
Leiguflugvél hrapaði í indversku stórborginni Mumbai í morgun. Talið er að í það minnsta fimm hafi látist.

Vélin er sögð hafa hrapað á byggingarsvæði þar sem verið var að reisa íbúðablokk. Talsmenn slökkviliðsins í borginni staðfesta í samtali við breska ríkisútvarpið að fjórir hinna látnu hafi verið farþegar í vélinni. Sá fimmti var iðnaðarmaður sem unnið hafði á svæðinu.

Fyrstu fregnir herma að vélin hafi brotlent þegar flugmaður hennar reyndi að lenda. Mikill eldur hafi komið upp í vélinni er hún hafnaði á byggingarsvæðinu.

Vélin er sögð hafa verið í einkaeigu á síðustu árum. Áður hafði hún verið í umsjón héraðsstjórnarinnar í Uttar Pradesh, fylki í norðurhluta landsins.

Fyrrverandi flugmálaráðherra Indlands tísti um brotlendinguna í morgun. Þar vottar hann innilega samúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×