Segir sáttmála meirihlutaflokkanna hrákasmíð Sveinn Arnarsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá Akureyri. VÍSIR/PJETUR Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29
Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37