Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason á Keflavíkurflugvelli skrifar 27. júní 2018 21:09 Ragnar Sigurðsson fagnar með stuðningsmönnum eftir jafnteflið gegn Argentínu í Moskvu. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti