Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:00 Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum. Donald Trump NATO Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum.
Donald Trump NATO Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira