Brast í grát vegna eftirsjár í kjölfar kynþáttafordóma á netinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2018 09:30 Roseanne Barr er umdeild. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00
Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29
Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein