Hjarta enska landsliðsins liggur í kringum Manchester og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2018 12:00 Fyndin liðsuppstilling enska landsliðsins fyrir leikinn á móti Panama. Vísir/Getty Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni. Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.Did you know more than half of the @England team's 23 players grew up within 50 miles of the centre of Manchester? https://t.co/zhzdT8Xrr6 — BBC News England (@BBCEngland) June 23, 2018 Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi. Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBCLeikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir. Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool. Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield. Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford. Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods. Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar. Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira