Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2018 07:00 Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.com „Það er búið að hafa samband við sóknarprestinn og vekja athygli hans á þessu og við erum að bíða eftir að hann óski eftir þessari heimild,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Á fundi kirkjuráðs í maí var samþykkt að vekja athygli sóknarprestsins í Holti í Önundarfirði á því að hann þurfi leyfi ráðsins til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum sem þar er auglýst. Aðspurður segir Oddur ekkert í vegi fyrir því að presturinn fái slíka heimild. Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.comVirðist honum frjálst að leigja út prestsbústaðinn, sem honum er skaffaður starfs síns vegna, og hafa af slíkri útleigu tekjur umfram lága húsaleigu sem hann greiðir. „Hann er búinn að fá öll önnur tilskilin leyfi sem hann þarf en honum láðist að biðja um leyfi frá okkur. Hann áttaði sig ekki á því að þetta stendur í starfsreglum að hann megi þetta ekki nema hann fái leyfi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann fái það, en það er kirkjuráðs að ákveða.“ Oddur kveðst ekki vita betur en að presturinn, séra Fjölnir Ásbjörnsson, búi ekki sjálfur í prestsbústaðnum heldur sé fluttur á Flateyri. Bústaðurinn virðist hins vegar eftirsóttur til útleigu og þeirri eftirspurn hafi presturinn svarað. Starfsemin veki þó að mati Odds spurningar út frá samkeppnissjónarmiðum ef presturinn sé í samkeppni við aðra gististaði eða ferðaþjónustuaðila.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Vísir/björn G.Prestar borgi ekki mjög háa leigu og því sé vel hægt að líta á það sem niðurgreiðslur af hálfu samkeppnisaðila. Oddur staðfestir að presturinn myndi fá allan ávinning af útleigunni í eigin vasa. Í samtali við Fréttablaðið tekur séra Fjölnir fyrir það að hann sé á leið í samkeppnisrekstur með heimagistingu í prestsbústaðnum. Annars telji hann að málið kunni að stafa af misskilningi milli hans og kirkjuráðs og hann vilji ekki tjá sig um málið fyrr en hann hafi rætt það við kirkjuna. Þess ber að geta að prestsbústaðurinn í Holti er skráður heimagisting á vef sýslumanna og hægt er að bóka gistingu þar á vefnum Booking.com. Þar kemur fram að gististaðurinn í prestsbústaðnum hafi verið starfræktur frá 8. maí síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Trúmál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Það er búið að hafa samband við sóknarprestinn og vekja athygli hans á þessu og við erum að bíða eftir að hann óski eftir þessari heimild,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Á fundi kirkjuráðs í maí var samþykkt að vekja athygli sóknarprestsins í Holti í Önundarfirði á því að hann þurfi leyfi ráðsins til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum sem þar er auglýst. Aðspurður segir Oddur ekkert í vegi fyrir því að presturinn fái slíka heimild. Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.comVirðist honum frjálst að leigja út prestsbústaðinn, sem honum er skaffaður starfs síns vegna, og hafa af slíkri útleigu tekjur umfram lága húsaleigu sem hann greiðir. „Hann er búinn að fá öll önnur tilskilin leyfi sem hann þarf en honum láðist að biðja um leyfi frá okkur. Hann áttaði sig ekki á því að þetta stendur í starfsreglum að hann megi þetta ekki nema hann fái leyfi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann fái það, en það er kirkjuráðs að ákveða.“ Oddur kveðst ekki vita betur en að presturinn, séra Fjölnir Ásbjörnsson, búi ekki sjálfur í prestsbústaðnum heldur sé fluttur á Flateyri. Bústaðurinn virðist hins vegar eftirsóttur til útleigu og þeirri eftirspurn hafi presturinn svarað. Starfsemin veki þó að mati Odds spurningar út frá samkeppnissjónarmiðum ef presturinn sé í samkeppni við aðra gististaði eða ferðaþjónustuaðila.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Vísir/björn G.Prestar borgi ekki mjög háa leigu og því sé vel hægt að líta á það sem niðurgreiðslur af hálfu samkeppnisaðila. Oddur staðfestir að presturinn myndi fá allan ávinning af útleigunni í eigin vasa. Í samtali við Fréttablaðið tekur séra Fjölnir fyrir það að hann sé á leið í samkeppnisrekstur með heimagistingu í prestsbústaðnum. Annars telji hann að málið kunni að stafa af misskilningi milli hans og kirkjuráðs og hann vilji ekki tjá sig um málið fyrr en hann hafi rætt það við kirkjuna. Þess ber að geta að prestsbústaðurinn í Holti er skráður heimagisting á vef sýslumanna og hægt er að bóka gistingu þar á vefnum Booking.com. Þar kemur fram að gististaðurinn í prestsbústaðnum hafi verið starfræktur frá 8. maí síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Trúmál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent