Ákærðir fyrir að halda tveimur konum nauðugum í allt að sex klukkutíma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:15 Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Vísir/Hanna Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira