Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota.
Var krafan lögð fram af hálfu Hörpu vegna dómsmáls sem tónlistarhúsið hefur höfðað á hendur Kára vegna tónleika Sigur Rósar sem fóru fram í húsinu í vetur.
Kára og fyrirtæki hans var stefnt til greiðslu 35 milljóna króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar vegna tónleika Sigur Rósar en Fréttablaðið greindi frá því í september að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna hefðu horfið.
Rifti hljómsveitin samningum við Kára um að félag hans kæmi að undirbúningi og skipulagningu tónleika hljómsveitarinnar.
Í úrskurði Landsréttar segir að Kára hafi við riftun samningsins borið að endurgreiða Hörpu þá fjármuni sem hann hafði fengið frá tónleikahúsinu, þar sem hann ætti ekki lengur tilkall til tekna vegna miðasölu á tónleikanna.
