Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 15:31 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, gefur ekki kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem fer fram 24.-26. október í haust. Gylfi tilkynnti um ákvörðun sína á miðstjórnarfundi sambandsins sem fór fram klukkan 12.30 í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að ákvörðunin hafi ekki verið einföld en að Gylfi sé engu að síður sannfærður um að hún sé sú eina rétta. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu.“ Hann segist vera þakklátur og auðmjúkur fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu. Gylfi tók við embætti forseta ASÍ skömmu eftir að íslenska efnahagshrunið skall á á haustmánuðum 2008 og hefur hann gegnt því starfi í rúm tíu ár. Hann segir að það hafi reynst lýjandi að eiga í átökum við félaga sína: „ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna,“ segir Gylfi en ætla má að hann vísi þarna til nýrra formanna Eflingar og VR, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar sem mættu ekki á miðstjórnarfundinn í dag til þess að lýsa yfir óánægju sinni. Sjá nánar: Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ og Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍTilkynningin í heild sinni:„Ég tók við sem forseti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríðarleg áskorun sem beið okkar sem vorum í forystu á vinnumarkaðinum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaupmáttaraukningin á síðustu þremur árum er sú mesta í Íslandssögunni, atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og vextir í sögulegu lágmarki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launafólk miklu máli,“ segir Gylfi. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harðnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu. Alþýðusambandið er meira en 100 ára gamalt og gríðarlega mikilvægt í allri réttinda- og kjarabaráttu launafólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna. Ég er sannfærður um að sú sýn sem forysta Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna hefur haft að leiðarljósi á síðustu áratugum hafi skilað miklum árangri og ég vona að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöðugleika og langtímaárangur í kjarabaráttunni. Ef brotthvarf mitt getur orðið til þess að auka líkurnar á að áfram verði haldið á svipuðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlutverk. Það hef ég nú gert og niðurstaða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem forseti ASÍ á þinginu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakklæti og auðmýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu allan minn starfsferil. Ég vona sannarlega að hreyfingin nái vopnum sínum og sameinist í störfum sínum fyrir launafólk á Íslandi í komandi kjarasamningum. Verkalýðshreyfingin er nefnilega svo miklu öflugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson hefur verið forseti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi framkvæmdastjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur ASÍ hjá Kjararannsóknarnefnd. Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn 20. júní 2018 11:20 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, gefur ekki kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem fer fram 24.-26. október í haust. Gylfi tilkynnti um ákvörðun sína á miðstjórnarfundi sambandsins sem fór fram klukkan 12.30 í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að ákvörðunin hafi ekki verið einföld en að Gylfi sé engu að síður sannfærður um að hún sé sú eina rétta. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu.“ Hann segist vera þakklátur og auðmjúkur fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu. Gylfi tók við embætti forseta ASÍ skömmu eftir að íslenska efnahagshrunið skall á á haustmánuðum 2008 og hefur hann gegnt því starfi í rúm tíu ár. Hann segir að það hafi reynst lýjandi að eiga í átökum við félaga sína: „ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna,“ segir Gylfi en ætla má að hann vísi þarna til nýrra formanna Eflingar og VR, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar sem mættu ekki á miðstjórnarfundinn í dag til þess að lýsa yfir óánægju sinni. Sjá nánar: Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ og Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍTilkynningin í heild sinni:„Ég tók við sem forseti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríðarleg áskorun sem beið okkar sem vorum í forystu á vinnumarkaðinum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaupmáttaraukningin á síðustu þremur árum er sú mesta í Íslandssögunni, atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og vextir í sögulegu lágmarki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launafólk miklu máli,“ segir Gylfi. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harðnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu. Alþýðusambandið er meira en 100 ára gamalt og gríðarlega mikilvægt í allri réttinda- og kjarabaráttu launafólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna. Ég er sannfærður um að sú sýn sem forysta Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna hefur haft að leiðarljósi á síðustu áratugum hafi skilað miklum árangri og ég vona að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöðugleika og langtímaárangur í kjarabaráttunni. Ef brotthvarf mitt getur orðið til þess að auka líkurnar á að áfram verði haldið á svipuðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlutverk. Það hef ég nú gert og niðurstaða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem forseti ASÍ á þinginu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakklæti og auðmýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu allan minn starfsferil. Ég vona sannarlega að hreyfingin nái vopnum sínum og sameinist í störfum sínum fyrir launafólk á Íslandi í komandi kjarasamningum. Verkalýðshreyfingin er nefnilega svo miklu öflugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson hefur verið forseti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi framkvæmdastjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur ASÍ hjá Kjararannsóknarnefnd.
Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn 20. júní 2018 11:20 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn 20. júní 2018 11:20
Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58