Fjörutíu æðarfuglar fundust dauðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 09:38 Fréttablaðið/Anton Brink Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Um fjörutíu æðarfugla var að ræða. Fuglakólera er sökudólgurinn. Fimmtudaginn 14. júní höfðu bændur á bænum Hrauni á Skaga samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar og létu vita um óvenju marga dauða fugla á svæðinu. Rúmlega fjörtíu æðarkollur höfðu fundist dauðar á hreiðrum sínum, ásamt nokkrum máfum og gæs, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Óskað var eftir rannsókn á fuglunum en fljótlega var hægt að útiloka að um fuglaflensu væri að ræða. Fuglarnir voru síðan krufðir og fleiri rannsóknir gerðar. Niðurstaða þeirra barst svo á laugardagsmorgun. Í ljós kom að um fuglakóleru var að ræða. Orsök hennar er bakterían Pasteurella multocida, sem er vel þekkt orsök dauða í villtum fuglum, að því er segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. Einkenni geta verið skyndilegur dauði eins og í þessu tilfelli, en stundum tekur sjúkdómsferlið lengri tíma og fuglarnir veslast smám saman upp.Fólki stafar ekki hætta af fuglakóleru Bakterían finnst í miklu magni í driti sýktra fugla og hræjum af fuglum sem drepist hafa úr sýkingu af völdum hennar. Hún getur lifað af í vatni í þrjár til fjórar vikur og allt að fjóra mánuði í jarðvegi. Fólk og spendýr, önnur en nagdýr, virðast ekki vera næm fyrir þeim stofnum bakteríunnar sem sýkja fugla. „Rétt er þó að minna á að fólk ætti aldrei að snerta dauða fugla með berum höndum, því þeir geta borið ýmsa sýkla sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Fuglakólera er allsendis óskyld kóleru í fólki, sem bakterían Vibrio cholerae veldur,“ segir í tilkynningunni. Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Um fjörutíu æðarfugla var að ræða. Fuglakólera er sökudólgurinn. Fimmtudaginn 14. júní höfðu bændur á bænum Hrauni á Skaga samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar og létu vita um óvenju marga dauða fugla á svæðinu. Rúmlega fjörtíu æðarkollur höfðu fundist dauðar á hreiðrum sínum, ásamt nokkrum máfum og gæs, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Óskað var eftir rannsókn á fuglunum en fljótlega var hægt að útiloka að um fuglaflensu væri að ræða. Fuglarnir voru síðan krufðir og fleiri rannsóknir gerðar. Niðurstaða þeirra barst svo á laugardagsmorgun. Í ljós kom að um fuglakóleru var að ræða. Orsök hennar er bakterían Pasteurella multocida, sem er vel þekkt orsök dauða í villtum fuglum, að því er segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. Einkenni geta verið skyndilegur dauði eins og í þessu tilfelli, en stundum tekur sjúkdómsferlið lengri tíma og fuglarnir veslast smám saman upp.Fólki stafar ekki hætta af fuglakóleru Bakterían finnst í miklu magni í driti sýktra fugla og hræjum af fuglum sem drepist hafa úr sýkingu af völdum hennar. Hún getur lifað af í vatni í þrjár til fjórar vikur og allt að fjóra mánuði í jarðvegi. Fólk og spendýr, önnur en nagdýr, virðast ekki vera næm fyrir þeim stofnum bakteríunnar sem sýkja fugla. „Rétt er þó að minna á að fólk ætti aldrei að snerta dauða fugla með berum höndum, því þeir geta borið ýmsa sýkla sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Fuglakólera er allsendis óskyld kóleru í fólki, sem bakterían Vibrio cholerae veldur,“ segir í tilkynningunni.
Dýr Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira