Tímaskekkja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. júní 2018 08:30 Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun