Körfubolti

„Við ætlum að vinna einn, tvo, þrjá, fjóra, fimm, sex ...“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh á "sigurhátíðinni“ sinni í júlí 2010.
LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh á "sigurhátíðinni“ sinni í júlí 2010. Vísir/Getty
Í dag er átta ára afmælisdagur einnar skrautlegustu leikmannakynningar fyrr og síðar í NBA-deildinni.

Þann 9. júlí 2010 kynnti Miami Heat til leiks þá Chris Bosh og LeBron James sem höfðu þá báðir tekið á sig launalækkun og samið við félagið og um leið myndað sannkallað súperlið með Dwyane Wade. Wade tók á sig mestu launalækkunina af þeim öllum.





Þeir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh mættu til leiks í partý-stemmningu í American Airlines Arena og þar voru stóru orðin ekki spöruð.

„Við ætlum að vinna einn, tvo, þrjá, fjóra, fimm, sex ....“ hélt upptalning þeirra áfram við mikinn fögnuð stuðningsfólks Miami Heat sem var mætt á „sigurhátíð“ sem haldin áður en nýja liðið hafði spilað einn leik saman.

Vísir/Getty
Það fór fyrir brjóstið á mörgum að sjá þá félaga fagna sigri áður en þeir unnu einn leik og í framhaldinu tók stór hluti bandarískra körfuboltaáhugamanna þessu liði mjög illa. Þeir voru kannski elskaðir í Miami en hataðir á næstum því öllum öðrum stöðum.

Þeir LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh unnu á endanum tvo titla saman, 2012 og 2013, en Miami Heat liðið komst samt í lokaúrslitin öll fjögur árin.

Sumarið 2014 tilkynnti LeBron James að hann væri farinn aftur „heim“ til Cleveland Cavaliers en Dwyane Wade og Chris Bosh héldu áfram að spila með Miami Heat. Chris Bosh glímdi við veikindi tímabilið 2014-15 og varð á endanum að leggja skóna á hilluna.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×