Lífið

Gylfi og Alexandra syntu með svínunum á Bahamaeyjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alexandra og Gylfi tóku sig vel út ásamt svínunum á Instagram.
Alexandra og Gylfi tóku sig vel út ásamt svínunum á Instagram. Mynd/Samsett
Fótboltakappinn Gylfi Sigurðsson og kærasta hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, njóta lífsins á Bahamaeyjum um þessar mundir eftir frábæran árangur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í júní. Parið birti nýverið myndir af sér á hinni frægu Grísaströnd, eða „Pig Beach“.

Á myndunum sjást Gylfi og Alexandra sólbrún í flæðarmálinu, ásamt, að því er virðist, afar gæfum svínum. „Við fundum grísina,“ skrifar Alexandra við sína mynd.

Grísaströndin á Bahamaeyjum er vinsæll ferðamannastaður og hlýtur nafn sitt af hjörð villtra svína sem þar hafa búsetu og verja dögum sínum í sjósund og ætisleit á ströndinni. 

 
A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on Jul 8, 2018 at 10:43am PDT

 
We found the pigs

A post shared by @ alexandrahelga on Jul 8, 2018 at 11:47am PDT

Strákarnir í landsliðinu hafa flestir skellt sér í frí eftir að þeir sneru heim af heimsmeistaramótinu. Nokkrir héldu þeir til Miami á Flórída en Gylfi og Alexandra fóru til Bahamaeyja þar sem þau hafa sleikt sólina undanfarna daga.

 
Just the two of us in paradise

A post shared by @ alexandrahelga on Jul 2, 2018 at 1:25pm PDT


Tengdar fréttir

Strákarnir okkar njóta lífsins eftir HM

Leikmenn íslenska landsliðsins hafa nú lokið leik á heimsmeistaramótinu í fótbolta og komu aftur heim til Íslands á miðvikudagskvöld. Ekki stoppuðu allir lengi hér heima, heldur skelltu sér aftur í sólina og flúðu rigninguna hér á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×